
Allar tölur eru fengnar frá: http://www.boxrec.com
1. Roy Jones jr. (47-1-38)
Þrátt fyrir að hafa vafasama andstæðinga er ekki hægt að líta framhjá því að Roy hefur verið ósigraður frá því hann hóf ferilinn árið 1989 (hann var dæmdur úr leik í eina tapinu og hefndi fyrir í næsta bardaga með KO1). Roy varð meistari í fyrsta skiptið árið 1993 með sigri á núverandi óumdeildum milliviktarmeistara Bernard Hopkins. Hann hefur haldið beltum í millivikt, súper millivikt og létt þungavikt.
2. Bernard Hopkins (41-2-1-30)
Bernard Hopkins tapað sínum fyrsta bardaga á ferlinum árið 1988. Síðan þá hefur hans eina tap verið á moti Roy Jones jr. Hopkins hefur verið meistari í millivikt síðan árið 1996. Hann á metið í flestum vörnum á þeim titli og er nú talinn óumdeildur meistari í millivikt. Sigur á áður ósigraðri súperstjörnu Felix Trinidad er það sem gerir útslagið varðandi stöðu hans á þessum lista.
3. Marco Antonio Barrera (56-3-39)
Sem eini maðurinn til að hafa sigrað prinsinn og Erik Morales hefur Barrera risið sig upp á súperstjörnustigið á síðustu árum. Þrátt fyrir að hafa gefið skít í beltin er Marco talinn óumdeildur meistari í fjaðurvikt og verðskuldað svo. Töpin á móti Junior Jones (´96 og ´97) verða að skrifast á stíla. Átti skilið að sigra í fyrri bardaganum á móti Morales en fékk sigurinn í þeim seinni sem var þó mun knappari. Sannaði snilli sína með frammistöðu sinni á móti Johnny Tapia síðastliðinn nóvember.
4. Kostya Tszyu (30-1-24)
Eina tapið kom á móti Vince Phillips árið 1997 en síðan þá hefur Kostya Tszyu verið á mikilli siglingu og sigrað meðal annars Rafael Ruealas, Diobelys Hurtado, Miguel Angel Gonzalez, Julio Cesar Chavez, Sharmba Mitchell og Zab Judah. Í dag er hann óumdeildur meistari í létt veltivikt, sem talinn er vera erfiðasti flokkurinn í dag.
5. Oscar De La Hoya (35-2-28)
Sem ein stærsta stjarna hnefaleikanna allra tíma hefur De La Hoya verið meistari í fjórum þyngdarflokkum (tel ekki með WBO). Hann hefur barist við flesta af þeim bestu í þeim flokkum og sigrað þá flesta. Ef ekki væri fyrir tap á móti Mosley og Trinidad þá væri hann ofar, ef ekki efstur. Nýlegur sigur á Vargas tryggir honum þennan stað í listanum.
6. Floyd Mayweather (29-0-20)
Þrátt fyrir óverðskuldaðan sigur á Jose Luis Castillo í fyrsta skiptið er Floyd ennþá ósigraður. Mayweather þaggaði þó niður i efasemdamönnunum með því að sigra Castillo sannfærandi í seinna skiptið. Fyrir utan það kom stærsti sigur Floyds á móti áður ósigruðum bombara Diego Corrales.
7. Lennox Lewis (40-2-1-31)
Í þau tvö skipti sem Lewis tapaði var það rothögg á móti vanmetnum andstæðingi. Í bæði skiptin hefndi hann fyrir og hefur þar af leiðandi sigrað alla sem hann hefur mætt í hringnum. Hann hefur m.a. sigrað Mercer, Golota, Tua, Holyfield, Rahman, og Tyson.
8. Erik Morales (42-1-31)
Eina tapið kom á móti Barrera í tvísínum bardaga sem sannaði að þeir eru jafnokar. Sigur á Paulie Ayala í nóvember gulltryggir stöðu Morales á listanum.
9. Rafael Marquez (29-3-27)
Marquez tekur þetta sæti með sigri á Tim Austin áður ósigruðum bantamviktarmeistara. Tveir sigrar á Mark ”Too Sharp” Johnson tryggir sætið.
10. Vernon Forrest (35-1-26)
Sigraði Shane Mosley á síðasta ári í tvígang og varð að stórstjörnu. Var rotaður af Ricardo Mayorga í næsta bardaga og féll allmikið í sessi. Er samt sem áður talinn besti veltiviktarinn í dag og ég býst við að hann sigri Mayorga berjist þeir aftur.
Komið endilega með ykkar skoðanir á þessu.