Ég er sammála Mrjakob um Tyson, að hann hafi verið einn af bestu boxurum allra tíma. Hins vegar fór ferilinn í hundanna, bæði vegna atburða innan hringsins, (eyrbitið) og einnig utan hringsins.
Ástæða þess að ég dreg þá ályktun að Tyson geti ekki unnið top 10 boxara í dag er að þegar síðasti bardagi Tyson eru skoðaður. Gegn Lewis, sést greinilega að faðmlengd, hæð og reynsla Lewis, gerði allar tilraunir Tyson til þess að komast inn undir Lewis, til þess að slá sína króka og upphögg, að engu. Tyson, stóð fyrir framan Lewis og tók fastar stungur og margar beinar hægri sem hittu beint í mark. Tyson notaði ekki vinkla, einnig var mun minni “Upperbody” hreyfing á Tyson, sem Cus´Amato lagði svo mikla áherslu á, til þess að verjast stungum og komast innundir andstæðing. Mitt mat var að Tyson, væri því miður orðin of gamall og seinn til þess að sigra top10 boxara (hins vegar geta allir rifist um hver eigi að vera á top 10 listanum)
Einnig spilar mikla rullu, hjá mér, er að á sínum tíma var Tyson, “the baddest man on the planet” ég hef fáum sinnum séð eins hræddan bardagamann og þegar Trevor Berbick stóð á móti Tyson árið 1986 þegar Tyson var yngstur manna WBC titilinn. Cus´Amato hafði hannað ferilinn hjá Tyson þannig að honum var haldið frá sjónvarpi og ef sýnd voru myndskeið þá voru það hrikaleg rothögg sem Tyson skoraði, og velflest í fyrstu lotu. Tyson mætti í hringinn klæddur eins og gömlu boxararnir, eins og Dempsey, klæddur svörtum einlitum buxum, sem hefðin sagði að einungis meistarar áttu að íklæðast. Einnig var Tyson aldrei klæddur litskrúðugum sloppi, heldur einungis með handklæði yfir herðunum, eins og Dempsey. Margir þeirra sem börðust við Tyson á sínum tíma voru skíthræddir (bruno, Seldon o.m.fl) við hann enda máttu búast við að Tyson mætti dýrvitlaus, 105 kíló af hreinum vöðvum, sem sló vinkla, króka og upphögg af gífurlegum krafti. mystic-inn og hræðslan við Tyson átti mikinn þátt í velgegni hans. Hins vegar er ég hræddur um að sú hræðsla sé farin enda sá heimsbyggðin aumkunarlegan gamlan bardagahund þegar Tyson lá í hringnum, búin af öllum lífs og sálarkröftum eftir bardagan við Lewis. Enda vissi Tyson þá, að hann var búin enda ekkert nema auðmýktin og raunar aðdáunarvert hvernig hann hagði sér eftir bardagan, kyssti jafnvel mömmu Lewis.
Því er það mitt mat of gamall, of seinn, og hræðslan við hann, er að hverfa. Tyson mun verða næstu árin til staðar, enda þarf hann að “lifa” eins og hann sagði eitt sinn. Og mun örugglega vera það sem kaninn kallar “Gatekeeper” það er allir vilja taka Tyson, allir vilja sanna sig gegn honum, nú þegar Lewis barði næstum því allt úr honum. Hins vegar mun Tyson taka nokkuð marga niður, ef þeir annaðhvort hafa ekki nægilega reynslu eða hæfileika.
Einnig segir ferill Tyson frá Holyfield og til Lewis, mikla sögu um í hvaða formi Tyson sé. Hann sjálfur sagði að hann væri ekki tilbúin að berjast við Lewis í fyrra, enda hafði hann einungis verið að berjast við B og C andstæðinga.
Frá því að Tyson var dæmdur úr leik gegn Holyfield í júní 1997, hefur hann barist við Francois Botha,(varla top 20 boxari)
Orlin Norris, (fyrrverandi Cruiservigtarmeistari og varla top 50 boxari)
Julius Francis (ekki top 70boxari)
Lou Savarese (í dag top 20 boxari, vegna góðra úrslita upp á síðkastið sérstaklega sigur gegn Tim Witherspoon, fyrrverandi Þungavigtarmeistara.)
Brian Nielson (top 40 boxari í mesta lagi þótt hann hafi einhverntíman unnið Larry Holmes)
Til þess að vera einn af þeim bestu í dag, þarf að berjast við þá bestu. Því miður er sá tími, þar sem Tyson var sá besti og gat sigrað alla þá bestu liðin, og en ég skil að margir sem dáðust að Tyson á sínum tíma, sakni gamalla tíma.
nóg í bili.
kv.astai