Ég vildi vekja athygli ykkar á bardaga sem spekingar vestahafs eru þegar farnir að kalla bardaga ársins árið 2001.
Þann 20.janúar n.k munu hinn 22 ára gamli Diego“Chico”Corrales(32-0 26 rothögg)og hinn 23 ára gamli Floyd Mayweather Jr. (24-0 18 rothögg) leiða saman hesta sína í Léttléttvigtarflokknum.
Þarna er um að ræða tvo gríðarlega harða nagla og nánast ógerningur að segja til um útkomuna.
Það er ekki og djúpt í árinni tekið þegar maður segir að þessir tveir strákar séu ekki vinir, því að í rauninni hata þeir hvorn annan. Corrales var fyrir nokkrum mánuðum síðan ákærður fyrir að lemja ólétta eiginkonu sína, Mayweather ætla að berjast þennan bardaga fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir barðinu á mönnunum sínum. Corrales kallar hann tækifærissinna og ber fyrir sig þeirri staðreynd að þegar upp ágreiningur milli Floyd Mayweather Jr. og föður hans Floyd Mayweather Sr. henti sá yngri karlinum bara út úr húsinu.
Á Lewis-Tua bardaganum þann 11.nóvember s.l munaði minnstu að allt færi í háaloft þegar þeir hittust.
Af þessu og því ógleymdu að þarna er um að ræða tvo frábæra boxara má draga þá ályktun að við komum til með að sjá geggjaðan bardaga snemma á næsta ári.
Hafið þið heyrt eitthvað um þessa boxara? Ef svo er hvor haldið þið að vinni?
Sjálfur vel ég Corrales vegna þess að hann er með ótrúlega kinn og óvenjuþungt högg af svo léttum manni og svo auðvitað vegna þess að hann elskar þessa íþrótt út af lífinu.
Kveðja Rastafari