Ja hérna, gaman að þessu, Ég ætla að tippa á Vitali Klitschko og segja að hann vinni Lewis með rothöggi í 10 lotu, eftir að Lewis reynir að klára bardagann með stórsókn í 10 lotu sem verður honum að falli, Vitali er boxari sem erfitt er að ná höggi á og vil ég meina að Lewis er vanur því að láta andstæðinga sína byrja á að sækja og svo snýr hann leiknum sér í hag, Vitali er of klár til að láta plata sig í einhverja vitleysu, þessi bardagi verður eins konar skák og báðir verða varkárir í byrjun. Lewis hefur barist við 2 menn síðan í nóvember 2000 og nú er árið 2003 Rahman og Tyson sem að mínu mati eru ekkert sérstakir boxarar í dag. og annað, Vitali hefur aðeins einu sinni unnið á stigum og einu sinni tapað og það vegna meiðsla, annars allir bardagar endað með KO. eða TKO. hann hefur sannað að hann hefur góða kinn en Lewis hefur tvisvar verið rotaður kaldur og ekki voru það mestu rotarar sögunar sem gerðu það. Þó eru þeir báðir ruddar í hringnum og verður gaman að sjá hvor verður duglegri við að gera einhver fólskubrögð í hringnum.
Joe Calsaghe er sá maður sem á eftir að berjast við Bernard Hopkins á árinu og sennilega verða það endalok Hopkins en til að sá bardagi verði að veruleika þyrfti annar hvor að færa sig um flokk. Eg veit að það er bardagi sem verið er að reyna að setja saman í þessum töluðu orðum, Joe Calsaghe hefur verið gagnrýndur fyrir að slást ekki við alvöru andstæðinga ásamt Hatton en það er sennilega vandræðagangurinn á promoternum þeirra sem er Frank Warren og ef Warren nær ekki að lenda einhverjum alvöru nöfnum á þessu ári er hann búinn að vera.
Sven Ottke gæti verið besti kosturinn í stöðunni fyrir Joe Calsaghe en þó held ég að sá bardagi verði ekki. Vonandi hef ég rangt fyrir mér í þeim málum.
Roy Jones jr vinnur Ruis á stigum sennilega nokkuð örugglega þó held ég að Roy Jones fari aftur niður til að klára Dariusz Michalczewski fyrir fullt og allt því Dariusz Michalczewski er í sama rugli og Ottke og þarf að sanna sig gegn öðrum en meðalboxurum í sínum flokki.
Felix Tito Trinidad mun snúa aftur og verður tilbúinn í bardaga gegn De La Hoya árið 2004, De La Hoya á eftir að eiga erfiðann bardaga gegn Shane Mosley en hann mun vinna bardagann vegna þess að hann er of klár boxari til að gera sömu mistökin tvisvar en Mosley þyrfti að hækka sig upp um 2 þyngdarflokka til að ná WBC og WBA beltunum af De La Hoya.
Joe Mesi gæti verið von Bandaríkjamanna á næstunni, þetta er strákur sem hefur greinilega mikinn höggþunga og virðist vera nokkuð sannfærandi hann rotaði David Izon í okt sl. og hefur rotað menn eins og Keith McKnight, Derrick Banks, Jorge Luis Gonzalez.
Þessi strákur gæti komið á óvart á árinu en eina sem er á móti honum er hæðin, hann er 188cm hár og gæti það orðið honum erfitt gegn mönnum eins og Klitschko bræðrum eða Lewis og mörgum öðrum.
Verður gaman að sjá hann keppa á árinu.
Jameel MCcline er ekki búinn að segja sitt síðasta og spái ég honum góðu gengi á þessu ári.
Tyson gæti unnið Etienne en það verður erfiðara en flestir halda því eins og ég hef sagt hentar stíll Tysons vel manni eins og Etienne, Cliff Couser er oft kallaður tvíburabróðir Tysons og abar allt eftir Tyson, stílinn líka, Etienne Rotaði Couser í 3 lotu og Etienne gerði jafntefli við Botha en fór að vísu 2svar í gólfið í þeim bardaga, Botha var óheppinn að ganga inn í högg frá Tyson annars hefði hann unnið bardagann. Þess vegna held ég að Etienne hafi trölla trú á að hann geti unnið Tyson.