Bardagi ársins:
Gatti-Ward I Hvað getur maður sagt
Runner-up:
Oscar De La Hoya vs Fernando Vargas
Þjálfari ársins:
Buddy McGirt fyrir að skóla Gatti til og gera drenginn að boxara eins og sást í Gatti-Ward II þar sem Gatti sýndi frábært box og lét Micky Ward ekki plata sig inn í slagsmál. Núna væri bara gaman ef Kostya Tszyu mynda taka slaginn við Gatti.
runner-up:
Hlýtur að vera vanmetnasti þjálfari heimsins: Fritz Sdunek, aðalþjálfari Universum-verksmiðjunnar: hefur W. Klitschko, WHO meistara, V. Klitschko WBC#1 og WBA#2, Juan Carlos Gomez 36-0-0 31 rot, (fyrrverandi WBC Cruiserweight meistari) WBC#8 og WHO#6. í þungavigtinni. Dariusz Michalczewski WHO léttþungavigtarmeistari og fyrrverandi WBA og IBF meistari (En báðir titlarnir voru teknir af honum innan við þrjátíu dögum frá því að hann sameinaði WBO, WBA og IBF þegar hann sigraði Virgil Hill árið 1997, en er í dag það sem boxspekúlantar nefna oft Línulegur meistari þ.e. sigraði manninn sem sigraði manninn o.s.frv.) DM er 47-0-0 í dag. og að síðustu Artur Grigorjan WHO léttvigtarmeistar 35-0-0 sem hefur varið titilinn 17 sinnum. Fritz Sdunek hefur skilað nokkuð góðu búi í ár líkt og síðustu ár.
Vonbrigði ársins:
Naseem Hamed vs Manuel Calvo, maður bjóst við að “le petit prince” myndi koma dýrvitlaus en var einungis skugginn af sjálfum sér.
Runner-up: Jafnt
Bernard Hopkins, barðist einungis einu sinni á árinu á móti Carl Daniels og maður vænti nú meira frá manninum sem er á flestum pund fyrir pund listum í efstu sætunum.
Roy Jones jr, ef einn hæfileikaríkasti hnefaleikari í heimi, sættir sig við að berjast við enskan dyravörð Clinton Woods, þá getur maður ekki annað en grátið. Bara ef Jones og Hopkins myndu endurtaka leikinn frá því 1993.
Mesta efnið: Mohamad Abdulaev veltivigt 10-0-0 8 rot, Ólympíumeistari frá Sidney 2000, hreint út sagt frábær boxari sem Vernon Forest, og Suger Shane Mosley töpuðu fyrir í áhugamannahnefaleikum.
Runner-up: Ruslan Chagaev þungavigt, líkt og Mohamad Abdulaev einnig frá Usbekistan. 5-0-1. fáir menn geta sagt frá því að hafa unnið þann fræga Felix Savon(frægasti og í raun mesti hnefaleikari sem aldrei fór í atvinnumennsku), í Ólympískum hnefaleikum, en það gerði Chagaev tvisvar. Tvöfaldur heimsmeistari áhugamanna og það mínu mati mun merkilegri og betri boxari en Audley Harrison Ólympíumeistari. Auk þess barðist hann við Rob Calloway 42-3-0 í sínum fimmta atvinnumannabardaga og hafði betur, þangað til að dómarinn stoppaði bardagann þar sem Calloway var það illa skorinn. Flestir boxspekingar voru á því máli að Chagaev hefði verið að ganga frá Calloway og einungis tímaspursmál þangað til að Calloway færi endanlega niður og í raun leiðinlegt að hafa þetta jafntefli á afrekaskránni. Fylgist með þessum tveim Usbekistum í framtíðinni.
Meistari meistaranna: Vernon Forrest
Runner-up: Lennox Lewis
second runner-up: Kostya Tszyu
Gerðu það sem krafist er af meisturum,
Að lokum, óska ég öllum boxaðdáendum gleðilegs nýs árs.
Gaman að sjá hvað álit manna getur verið ólíkt.
Bardagi ársins:
Gatti-Ward I ég held að allir séu sammála því enda er Gatti einn skemmtilegasti boxari sem maður hefur séð á undanförnum árum.
Það er alltaf allt í járnum þegar hann er að keppa og ekki skemmir Ward heldur fyrir.
Runner-up:
Oscar De La Hoya vs Fernando Vargas, frábær bardagi og ótrúlegt að sjá hvernig De La Hoya snéri bardaganum sér í vil eftir skelfilega byrjun.
Að mínu mati verð ég að viðurkenna að ég er með mjög ólíkar skoðanir á hverjir hafa komið mest á ovart og hverjir eru að koma sterkir upp.
Bjartasta vonin: að mínu mati er naglinn Ricky The Hitman Hatton (31-0-0-24) í “létt veltivigt”sem sennilega á eftir að gera allt vitlaust í ár, hann hefur allt sem góður boxari þarf og er sennilega að taka við af mestu vonbrygðum ársins Prince Naz Hamed, Hatton er sóknarboxari af guðs náð og hræðist engann, hann er höggþungur og á til að ná fléttu af skrokkhöggum sem lamar andstæðingana fljótt, og eftirmálinn er auðveldur. Veikleiki : á til að sækja of stíft sem verður til þess að hann verður opnari og gefur andstæðing meiri séns á gagnhöggum fyrir vikið.
With out a doubt Besti þjálfari
Fritz Sdunek, aðalþjálfari Wlad Klitschko, Vitali Klitschko Juan Carlos Gomez 36-0-0 31 rot, Gomes hefur ekkert sannað sem þungavigtari og hef ég satt að segja ekki mikla trú á honum að svo stöddu, þó ætla ég ekki að afskrifa hann.
Dariusz Michalczewski hefur beðið eftir að fá tækifæri í að keppa við Roy Jones jr en Roy hefur ekki sýnt neinn áhuga á að gefa honum séns, að mínu mati held ég að Darius hafi ekkert í Roy Jones í dag. Artur Grigorjan WHO léttvigtarmeistar 35-0-0 svo er Fritz Sdunek með en einn Ukraníumann til viðbótar í þungavigt sem er spáð nokkuð góðu gengi en ég man ekki nafnið á honum að svo stöddu en sá er 19 ára og er yfir 2 metrar með skorið 9-0-0-7ko skal reyna að grafa það upp fljótlega.
Ég get ekki sagt að Lewis hafi gert einhverjar rósir á árinu því ekki finnst mér það afrek að vinna riðgaðann Tysonin og að berjast einn bardaga á öllu árinu er ekki hægt að hrópa húrra fyrir, Lewis hefur aðeins kept við 2 boxara síðan í nóvember 2000 og nú er 2003 það gæti orðið hans fall þegar hann fer í Vitali Klitschko í Apríl nk.
Spá mín.
Wladimir Klitschko á eftir að hækka í áliti manna á árinu þó ég efist um að hann fari í Lewis, sem vill helst gleyma árinu 2003 sem fyrst. Þetta verður ekki ár Tysons því hann mun sjá það eftir bardagann við Etienne að hann mun ekki eiga séns í titil nema að hann keppi við Byrd, Mount Withaker, Kirk Johnson eða Mccline og hann vinnur þá ekki svo auðveldlega.
Læt þetta nægja að svo stöddu en ég vil óska öllum Gleðilegs árs og farsældar á komandi ári.
0
Ef Ricky Hatton sigrar Junior Witter í ár þá mun ég gefa honum mikið lof en málið er að hann er búinn að vera atvinnumaður síðan 97 á meðan menn eins og Cotto,Abdulaev,R Williams og allir þeir gerðust pro 2000 og eru þegar farnir að berjast við þá caliber boxara sem Hatton var ennþá að berjast við í fyrra og ár!
Hatton hefur fengið nóg af tilboðum til að berjast um alvöru titil og hefur nógu sterkan promoter til að láta það gerast en hann hefur ekki ennþá látið verða af því hvort Frank Warren sé hræddur um hann veit ég ekki en ég veit þó að síðast þegar boxari var hypaður svona mikið upp en samt jafnvel eftir yfir 30 bardaga hafði ekki ennþá barist við alvöru topp 10 boxara var Hevtor Camacho Jr sem leit frábærlega út á móti lélegum boxurum en síðan gegn góðum boxurum var hann í vondum málum
Ég spái að Hatton stígi upp á árinu og berjist við einhvern´í topp 15 140 punda flokknum og tapi fari aftur til Englands og haldi áfram að vinna gegn lélegum mótherjum þar.
0
Hann hefur verið að berjast í kring um 6 bardaga að meðatali á ári sem er 1 bardagi á 2 mánaða fresti og finnst mér það nokkuð góð tala þó sé ég ekki alveg að hann sé að gera verri hluti en Cotto og Williams sem ná ekki einu sinni fjölda bardaga samanlagt og Hatton Ég skil ekki hvað þú ert að fara með því og að segja að þeir séu að velja sér svipaða andstæðinga og Hatton sem er ekki sanngjarnt.
Hvað hefur Miguel Angel Cotto 13-0-0 gert sem verðskuldar hann á sama plan og Hatton? eða Williams 8-0-0 sem á 2 sæmilega andstæðinga að baki af þessum 3 keppnum á árinu 2002 og hann vann þá 2 andstæðinga á stigum?? skil ekki svona, SORRY.
Það væri nú gaman ef þú gætir nefnt eins og 3 tilboð sem Hatton hefur neitað því ég veit ekki betur en þau tilboð sem Warren hefur verið að reyna að koma í gegn hafa verið slegin niður vegna þess að upphæðirnar hafa verið of háar til að Warren gæti uppfyllt þær, þess vegna var Warren að byðja um stuðning frá fyrirtækjum og öðrum til að þetta gæti orðið að veruleika, það virðist vera svolítið skrítið að Hatton skuli yfir höfuð vera rankaður í 5 sæti á veltivigtalistanum hjá boxrec.com ef hann hefur eingöngu verið að berjast við einhverja drulluboxara.
Þá spyr ég þig, Hvað finnst þér um Klitschko bræður? Þetta hefur verið erfið fæðing hjá þeim að komast á toppinn og ekki veit ég betur en að þeir hafi gerst pro 1996 og ég spyr, hafa þeir verðskuldað þá virðingu sem þeir hafa í dag?
Það getur verið að Hatton fari til USA og komi aftur heim með skottið á milli lappana en ég tel að hann eigi eftir að standa sig vel á næstunni.
Það verður gaman að sjá hvernig árið þróast.
0
Í fyrsta lagi þá eru Klitchko bræðurnir þungaviktar boxarar með rosalega líkamlega hæfileika þó tel ég að Viali verði ekki neitt sérstakur en Wlad nema hann sé með einhverja ofur leinda galla verður frábær.
En 140 punda flokkurinn er sá allra dýpsti í boxheiminum í dag og topp 15-20 boxararnir þar eru fyrrverandi eða verðandi meistarar.
En já að Hatton hann hefur 4 ár í reynslu á Cotto og Williams,hvað verða þeir að gera eftir 4 ár?
Boxrec þó þeir séu með öll records á hreinu er ekkert að marka hvernig þeir ranka boxara frekar að kíkja á The Ring.
Það sem ég meina er að Williams og Cotto áttu sinn fyrsta atvinnu bardaga árið 2001 meðan Hatton 97 ef hann ætti eðlilega framför ætti hann að hafa allavega hafa barist við einhvern sem væri topp 10-15 í 140 punda flokknum!
Demarcus Corley er búinn að reyna að fá bardaga við Hatton í ár allavega Hatton er númer eitt hjá WBO og á rétt á þeim bardaga en samt er hann að berjast við einhverja evrópumenn sem hafa ekkert sannað gegn topp boxurunum í dag.
Junior Witter hefur reynt að fá hann í hringinn hvað eftir annað.
Tszyu var til í að berjast við hann sama með Zab Judah,þetta er ekki Hatton að kenna hann hefur hjarta og vill berjast ég held bara að Warren og hans lið sé ekki allveg til í að taka áhættuna og tapa 0 hjá Hatton.
0
Sammála þér, það verður gaman að sjá þegar hann fer að berja þá í bandaríkjunum fljótlega. :o)
0
mig langar að vitna í 2ára gamlar skoðanir og spyrja kollega mína hvort þeir séu farnir að hafa trú á Hatton í dag ????? :o) hver er flottastur??
0
Nú er 2007 og ég spyr aftur, eru menn farnir að hafa trú á Hatton núna ? he he ef þið viljið fá upplýsingar um hverjir verða heimsmeistarar 2010 þá hafið þið bara samband drengir………he he
0