49-4 (43 KOs)
Michael Gerald Tyson fæddist 30. júní 1966 í New York og ólst upp í fátækrahverfum Brooklyn og Brownsville. Fyrsti þjálfari Tyson var Bobby Stewart atvinnu þungaviktar boxari sem þjálfaði boxara á við Floyd Patterson og Jose Torres. Aðeins 13 ára gamall var Tyson orðinn 100 kg og ótrúlega sterkur miðað við aldur. Patterson var yngsti heimsmeistari í þungavikt þar til Tyson kom til sögunnar aðeins tvítugur að aldri er hann sigraði Trevor Berbick. Ferill hans var upp á við eftir þennan sigur og keppti hann og sigraði menn eins og Larry Holmes (sem var 37 ára í þeim slagi) og Tyrell Biggs. Árið 1990 tapaði hann í fyrsta skipti í frekar skrautlegum bardaga gegn James Douglas. Nokkrum mánuðum seinna keppti hann við Henry Tillman og rotaði hann í fyrstu lotu og reyndist það allt það sem hann þurfti til þess að endurheimta sjálfstraustið. Mike Tyson þurfti að aftur á móti að sitja í fangelsi til 1995 vegna nauðgunar á 18 ára fegurðardrottningu Bandaríkja, Desiree Washington. Ári síðar mætti hann Evander Holyfield og tapaði fyrir honum. Eitt þekktasta atvik í sögu hnefaleika er án efa þegar Tyson beit hluta úr eyra Holyfields er þeir slógust í annað sinn árið 1997. Holyfield var ásakaður um að hafa skallað mikið Tyson í slagnum, en gerði Tyson það sama og vissi sennilega að bardaginn var að stefna stórlega í tap að hans hálfu. Eftir þetta keppti Tyson við menn eins og Francis Botha, sem ég var nokkuð viss um að hefði skrambi mikið roð í Tyson og gæti jafnvel sigrað hann, en Botha þurfti að vera með stæla og var galopinn, þ.e. með hendurnar niðri og því enga vörn. Daninn, Brian Nelson, hefði einnig getað tekið Tyson með því að þreyta hann þar sem Tyson getur ekkert þegar lengra dregur á loturnar. Nelson hafði sjálfur ekki mikið þol að fara svona margar lotur að hann gafst upp :(
Mike Tyson er í raun ekki boxari sem er í uppáhaldi hjá mér, en það er virkilega gaman er að sjá bardaga með honum því hreinlega ALLT getur gerst. Kannski er það ekki skrýtið þar sem hér er um mjög veikan mann að ræða. Aðstandaendur hans halda því fram að hann þjáist af þunglyndi og sé því á viðeigandi lyfjum við því, en veikindi hans líkjast miklu meira geðklofa. Tyson hefur sagt sitt síðasta eftir slaginn á móti Lennox Lewis s.l. júní og á lítið erindi eitthvað frekar í hringinn. Hann hafði beðið um að fá að keppa við aðra áður (taka um 2-3 slagi áður) en hann mætti Lewis, en er alveg pottþétt á því að það hefði engu máli skipt. Tyson er hreinlega búinn á því og ætti að fara að viðurkenna það sjálfur.
Why you kick my dog.