WBC 147 punda meistarinn Vernon Forrest 35-0 27 mætir Ricardo Mayorga 24-3 22 rothögg WBA 147 punda meistaranum 25 janúar 2003.
Vernon Forrest eftir að hafa sigrað Sugar Shane Mosley í tvígang í ár er að leitast eftir að fá bardaga við þá allra bestu og er synd að hvorki De La Hoya,Quartey né Trinidad hafi gefið honum séns fyrr og ennþá meiri synd að Oscar De La Hoya vilji bara tala um Trinidad,Hopkins og Mosley en ekki tala um að berjast við manninn sem barði mannin sem sigraði hann Forrest!
En Forrest er meðal allra bestu boxara í heiminum í dag hann er ekki jafn handfljótur og Mosley eða De La Hoya hann er ekki eins högg þungur og Trinidad en hann er nógu snöggur og höggþungur til að halda öllum sem hann hefur barist við í sinni fjarlægð hann kann öll basic grunnatriðin í hryngnum og það sem hann hefur gert sem er kannski öfugt við hvað margir aðrir boxarar hafa gert er að hann er sífelt að vinna í að laga alla veikleika í vopnabúri sínu frekar en að einblína á að fullkomna einn hlut(eins og Mosley með hraðan,Trinidad með höggþyngdina,Quartey með stunguna) sem gerðu alla þessa boxara frekar fyrirsjáanlega og einhæfa ef svo má segja en aftur á móti með Forrest veistu að þar er boxara sem kann allt í hryngnum og vinnur að því að láta sinn stíl passa á móti hvaða stíl sem er!
Hann getur boxað er með mjög góða stungu og beina hægri og getur haldið sig í fjarlægð hann getur barist í návígi kann að skora með fléttum og halda síðan,vörnin er mjög góð kynnin er vel varin og djúpt niðrá bringu þar að auki er hann með góða kinn sem er mjög erfitt að hitta beint á.
Svo Forrest er meira og minna góður í öllu sem þarf að gera inní hryngnum og hefur sára fáa ef einhverja veikleika nema kannski úthaldið sem er vegna þess að hann á erfitt með að létta sig niður í 147 pund og verður því oftar þreittu í lok bardaga heldur en ef hann væri að berjast í 154 punda flokkinum!
Ricardo Mayorga er rosalega spennandi boxari með mjög furðulegan stíl og þeir sem sáu hann lemja Anrew Six Heads Lewis í mauk í hans síðasta bardaga og vinna WBA beltið af honum hljóta að hafa hrifist af honum hann er mjög höggþungur og slær oft en þar sem það er eini bardaginn sem ég hef séð með honum þá get ég ekki sagt of mikið um hann annað en að ef fólki fynnst Forrest oft ekki spennandi boxari þá mun þessi gæi bæta upp fyrir það og gera þetta að virkilega spennandi bardaga!
Þá er bara að vona að sýn taki hausinn úr rassgatinu á sér og sýni þennan bardaga um hver er bestur í 147 punda flokknum!!!