Jæja !!! Nú held ég að Bubbi hafi verið að missa vinnuna sína sem þulur í kvöld, Það skal enginn segja mér að hann hafi ekki vitað af Klitschko McCline bardaganum, Þetta kvöld sýndi hann og sannaði að hann hatar Klitschko bræður og ætlaði að reyna að komast upp með að hunsa síðasta og aðal bardaga kvöldsins?
OK ef Bubbi vissi ekki að hann ætti að lýsa fleiri bardögum þetta kvöld þá spyr ég, eru þessi mistök ekki hjá dagskrástjóra sýnar eða yfirmanns íþróttadeildar norðurljósa sem í þessu tilfelli er Snorri Sturluson, á hann ekki að upplýsa Bubba hvaða bardaga hann á að lýsa og hverju má sleppa? getur það verið að mailið sem Þorgeir fékk frá sýn með dagskránni sé bara bull frá einhverjum á dagskrádeild sýnar? eða að Bubbi hafi ekki fengið dagskránna í hendurnar? það efa ég stórlega.
Hvernig gat þetta gerst?.
hér er greinin sem Þorgeir fékk frá sýn!!
———————————————- —-
Sæll Þorgeir og þakka þér fyrir skeytið.
Sýnt verður beint frá boxkvöldi af bestu gerð í Mandalay Bay Casino í Las Vegas næstk. laugardag, 7.desember. Því miður fór dagskrárbreyting fyrir ofan garð og neðan og því hefur lítil athygli verið vakin á þessu ágæta kvöldi. Dagskrá kvöldsins lítur einhvern veginn svona út:
Alexander Dimitrenko (5-0) vs. ekki búið að tilkynna
Steven Kuchler (2-0) vs. ekki búið að tilkynna
Dimitri Salida (9-0) vs. Manuel Bocanegra (7-3-1)
Alexander Petkovic vs. ekki búið að tilkynna
Toshiaki Nishiora (22-3-2) vs. Evangelio Perez (25-12-1)
Kirk Johnson (32-1-1) vs. Jeremy Bates (15-5)
Wladimir Klitschko (39-1) vs. Jameel McCline (28-2-2) WBO-belti
Floyd Mayweather (28-0) vs. Jose Luis Castillo (46-5-1) WBC-belti
Óvíst er hversu margir af “upphitunarbardögunum” verða sýndir; útsendingin frá Las Vegas hefst kl. 02.00 aðfararnótt sunnudags, en hitað verður upp með fyrri bardaga Mayweather og Castillo.
Því má svo bæta við að laugardaginn 14.desember verður bardagi Evander Holyfield og Chris Bird sýndur í beinni útsendingu á Sýn.
————————————————-
Ég mæli með að núna sýnum við mátt okkar og skrifum allir sem einn ALVARLEGA KVÖRTUN til Norðurljósa, ÉG VILL FÁ AÐ VITA AF HVERJU ÞETTA GERÐIST?.