Ég tek undir með Jonagre. Ekki vera of fljót að afskrifa Tyson!
Nokkir punktar sem gætu haft áhrif á þessa viðureign og orðið til þess að Tyson eigi meiri séns en síðast.
* Tyson er alltaf hættulegur, þótt að hann hafi enga hnefaleikahæfileika eftir þá er alltaf þessi ómannlegi kraftur og högþyngd til staðar sem getur snúið bardaga hvar og hvenær sem er.
* Vandamál Tysons í fyrri bardaganum voru frekar andleg frekar en líkamleg að mínu mati….Tyson kom Tysonlega úr í fyrstu lotuna, beygði sig vel og var að koma inn höggum…síðan gafst hann bara upp, ég efast um að hann hafi bara verið búinn með úthaldið…held bara að hann hafi verið búinn með sjálfstraustið…ef einhver getur kveikt aftur undur eldinum inní honum…fengið hann til að vilja vera meistari aftur getur hann orið gríaðrlega hættulegur.
* Lewis gæti orðið værukær, þótt ég efist um það að hann geri sömu mistök og á móti Rahman, en það hefur sannað sig í tvígang að hann á það til, sérstaklega ef hann tortímir nú Vitali…
* Aldur og Slit, Lewis er árinu eldri en Tyson sem er mikið þegar menn eru komnir á þennan aldur í þessu sporti og Tyson er minna slitin síðustu ár, frekar riðgaður.
Vissulega er allt á móti Tyson í þessum bardaga og yfrgnæfandi líkur á því að Lewis berji hann aftur en ég ætla þó ekki að afskrifa hann!