Það er nokkuð til í því sem þú segir en þó vil ég ekki trúa því að Lewis geri sömu mistök og hann gerði gegn Rahman með að vera Lewisinn sem lét rota sig í Suður-Afríku fyrir aulaskap,vanmat og leti, Annars hefur Lewis sýnt það og sannað fyrir jarðarbúum að hann er ekki með sterkustu höku í heimi en Vitali hefur aldrei verið sleginn í gólfið. Þó var Vitali einu sinni rotaður á sínum atvinnumannaferli í kickboxing með sparki frá andstæðingi.
Svo er það spurning með hvernig Lewis tekur þessum viðbjóðslegu skrokkhöggum Vitalis því Larry Donald féll í þá gryfju að láta Vitali plata sig í hugarleik sem endaði með því að vitali átti nokkuð greiðan aðgang að haus Larrys vegna særinda á skrokknum í seinni lotum bardagans.
Mitt mat er að Þessi taktík hjá Risanum var nokkuð snjöll vegna þess að fáir hafa séð svona stórann mann hamast í skrokk andstæðings í fyrstu lotum og einbeita sér síðan að stinga seinni part bardagans.
Ég held að allir hefðu reiknað með að Larry Donald hefði átt meiri möguleika ef bardaginn yrði langur vegna úthalds Larrys en Vitali átti nóg eftir þrátt fyrir að hann hafi verið farinn að vera með opinn munninn í 4 lotu og farinn að pústa heldur hraustlega í lotunum á eftir,
ekki var að sjá á Vitali að hann væri orðin þreyttur í 10 lotu.
Kanski það hafi líka verið sjónarspil.
Gáfur boxara geta komið þeim ansi langt og vil ég meina að á þessum tímamótum gæti Lewis verið að hitta ofjarla sína í þeim málum,
Þó ætla ég ekki að segja að Vitali Klitschko vinni Lewis en ég skal lofa því að XO Coniac flaska sem er eingöngu ætluð fyrir mjög sérstakt tilefni verður opnuð á mínu heimili og hver einasti dropi verður drukkinn ef það gerist.
Hasim Rahman er ekkert sérstakur boxari og hefur í raun aldrei verið, þó að hann hafi náð að rota Lewis segir það svo sem ekkert, Rahman var rétt stemdur mentally í fyrri bardaganum og Lewis var ekki einu sinni í formi þá og í seinni bardaganum ætlaði Rahman að reyna sömu taktík en það sáu allir að hann átti ekki möguleika í raun áður en hann steig inn í hringinn. svo er það tapið gegn Holyfield gamla hjá Rahman sem fékk mann til að hugsa hvar Lewis væri í raun staddur ef þú skilur hvað ég á við. það á enginn topp boxari að tapa fyrir Holyfield GAMLA í dag eða hvað fynnst þér?.
Tyson er búinn fyrir löngu þannig að síðustu andstæðingar Lewisar segja ekkert um getu Lewisar hvorki á þessu ári né því síðasta.
Stór orð en?????????
Það skemmtilega við hnefaleika er að það er alltaf verið að koma manni á óvart.
Friðfinnur: Hvað segirðu varðandi Tyson, er hann búinn eða á hann eftir að verða meðal 5 bestu aftur???? Hefur þú enn sömu trú og þú hafðir fyrir Lewis bardagann??
Ég vildi óska þess að Tyson myndi ná gamla góða forminu aftur og fyndi leið til að koma í veg fyrir þær stungur sem hann á svo erfitt með að forðast nú til dags, bara sé það ekki gerast!!!
kv
Gretaro “Jonagre”