Flottasti Bardagi Ársins
Það var enginn svikinn af viðureign Trinidad og Vargas.Trinidad sýndi að hann er basti pund fyrir pund boxarinn í dag en Vargas sýndi að maðurinn er með eitt stærsta hjartað í hnefaleikum.Það hefðu ekki margir getað staðið af sér þessi högg sem hann fékk í fyrstu lotu og haldið áfram alveg þangað til í tólftu.Trinidad sýndi nýa hlið á sér þar sem hann kom mjög heitur og fókuseraður inn í bardagann, slær Vargas strax niður og gerir í raun eitthvað sem hann er ekki vanur að gera því það hefur alltaf tekið Trinidad tvær til þrjár lotur að koma sér í gang.Greinilegt að hann hitaði vel upp.Ég stóð í þeirri meiningu að Vargas gæti rotað Trinidad í fyrstu lotu en sem betur fer fyrir hnefaleikana fór þetta í 12 æðislegar lotur og á eftir að lifa í minningunni sem einn stærsti og besti Welterweight bardagi sögunnar.Báðir sýndu þeir fólsku högg en voru þó neðanbeltishöggin hjá Trinidad mun meira áberandi en hjá vargas sem tókst að fela þau nokkuð vel.Það verður spennandi að vita hvort við fáum Trinidad VS Vargas 2,við vitum að Vargas er til,spurningin er sú hvort Trinidad vill berjast aftur.Það gæti orði töluvert stærri bardagi heldur en Oskar De la Hoya VS Shane Mosley 2.