Draumórar um getu íslendinga....
Mér finnst íslendingar vera að gera sér einum of miklar vonir um framtíð íslendinga í boxi. Hér eru allir talandi um hvað það sé mikil framtíð fyrir íslenska boxara og er nánast eins og þeir haldi að á næsta ári verði bara kominn einhver Skúli “tyson” VS Shane Mosley eða eitthvað! En staðreyndin er að við erum bara litla ísland og munum aldrei ná allmennilegum árangri í alvöru boxi. Kannski eigum við nokkrum sinnum eftir að lenda í 5-10 sæti á ólimpíuleikum en það er allt og sumt. Við munum aldrei eiga íslenskan boxara sem mun keppa í Vegas um heimsmeistarabelti, það er staðreynd. Svo eftir 5-10 ár þegar nokkrir íslendingar verða búnir að reyna fyrir sér útí bandaríkjunum og allir komnir til baka með öngulinn í rassgatinu eiga íslendingar eftir að sogast niðrí þunglyndi eða eitthvað því það varð aldrei neitt úr þessu sem þeir héldu. verum bara raunsæ um framtíðina!