Þegar ég heyrði að það ætti að vera box mót s.s Ísland vs Bandaríkin þá hugsaði ég “Íslensku gaurarnir verða lamdir í stöppu” “þeir eiga engan séns”. Ég sem betur fer þurfti að éta þau orð ofan í mig þegar ég heyrði að það hefði verið jafnt, og ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Það flottasta það sem ég heyrði var þegar að Keflvíkingur sem skírði sig “Tyson” var með yfirlýsingar að “við í Keflavík erum vanir því að lemja kana” og svoleiðis rústaði kananum í þokkabót.
Mér finnst að box eigi vel við Íslendinga vegna þess að við erum hraust þjóð og eigum sterka einstaklinga sem eru náttúrulega líkamlega á sig komnir til að standast þau gríðarlegu átök sem fara fram í boxi. Ég sjálfur er markmaður í Íshokkí og í þeirri íþrótt er mikið “contact” og þá þarf maður að halda haus í 60 min svo að maður gangi ekki gjörsamlega úr göflunum (svipað örugglega í boxi)
Við erum kallaðir ruddar og illmenni sem kjósum að stunda svona “hardcore” íþróttir sem að mér finnst það synd vegna þess hversu vel svoleiðis Íþróttir eiga við Íslendinga. Ég reyndi oft að afsaka Íþróttina og segja að þetta sé nú ekki svoleiðis og blablabla, en núna er mér alveg sama og er stoltur af því að vera “ruddi” og bendi fólki á sem er hrætt við að meiða sig að fara bara í sína skák og hætta að skipta sér af minni íþrótt og reyna að eyðileggja fyrir þeim sem kjósa að stunda svoleiðis íþróttir.

Ég hef ekki hunds vit á boxi en eftir þennann góða árángur hjá okkar strákum hef ég fengið áhuga á boxi og mér langar til að sjá þetta sýnt í sjónvarpi eða að fara á mót.

Ég ber mikla virðingu fyrir ykkur og óska ykkur góðs gengis.

Jag