Jæja Daði minn, nú skulum við aðeins fara yfir nokkra hluti
Í fyrsta lagi í umræddum auglýsingum kemur fram, BAG og Sextándinn (Norðurljós) kynna viðburðinn!
Í samþyktt hnefaleikanefndar ÍSÍ, var Hnefaleikafélagi Reykjaness veitt leyfi til sýningarhalds, ekki BAG, þó
svo að nefndin hafi séð í gegnum fingur sér með það og látið það óátalið.
Frá Norðurljósum koma auglýsingarnar meinarðu, spyrð þú.
Segðu þú mér þá eitt, hver er að halda sýninguna, markaðssdeild Norðurljósa, eða Hnefaleikafélag Reykjaness (BAG)???
Flettu aftur í tíman, í öllu markaðstarfi í kringum heimsóknina til Duluth, var talað um ÓFORMLEGT landslið, enda
var klúbburinn inni í Hafnarfirði EINI klúbburinn sem opinn var almenningi, þar sem þú varst boðinn velkominn daginn sem hann opnaði.
Þessi ferð var farinn í þeim stærsta tilgangi
til að mótmæla banninu, og sýna um leið að í þessa íþrótt sæktust ekki bara einhver “buff”, heldur venjulegt og vitiborið fólk, að stunda fullkomnlega heilbrigða íþrótt
Áróður sem heppnaðist fullkomnlega, rétt tímasettur og það er síðan ekkert launungamál, þið stóðuð ykkur
frábærlega og gerðuð okkur hina “gamlingjana” rosalega stolta.
Hvernig dettur þér í hug að tala um og nefna hagsmuni?
Ég veit ekki betur en sýningin sem þú varst þáttakandi í á fjölum Austurbæjarbíós hafi verið auglýst og kynnt sem sýning frá Bronx, ekki HR!
Við buðum öllum hlutaðeigandi klúbbum að taka þátt í henni, og það sem meira er
hún var AUGLÝST sem sýning frá Bronx, enda tókuð þið mjög virkan þátt í henni, bezta mál frá okkar bæjardyrum.
Þú ert kannski líka búinn að gleyma því að Boxing Athletic Gym, BAG eins og þið kjósið að kalla það, var stofnað, rekið
og BORGAÐ af þessu sjálfskipaða “LÖGREGLUTEYMI” sem þú ert síðan að gagnrýna og saka um að bregða fyrir ykkur fæti!
Hvernig dettur þér í hug að skrifa slíkt!
Ertu að að saka okkur um að vera vinna íþróttinni til ógagns eða skemma á nokkurn hátt fyrir framgangi hennar, þér væri
nær að spóla nokkur ár aftur í tímann, og hugsa áður en þú setur slíkar fullyrðingar fram, því þú verður að vera maður til að geta svarað fyrir þær, þú ert skynsamari en það Daði!
Og svona dillur um að hvort innanfélagsmót H.R. verði Íslandsmót, þetta er ekki svara vert og lýsir kannski best þeirri togstreitu sem er að skapast á milli þessara fylkinga.
Farðu ekki að snúa þessu upp á persónur og einstaklinga, í skrifum þínum hér, það boðar aldrei góða pólitík.
Ég þykist vera farinn að þekkja ykkur strákana alla það vel, eins og ljúflinginn hann Skúla sem ég er búinn að þekkja frá því hann var smá gutti, að þetta er ekki á nokkur hátt persónulegt.
Látum háttvísina ganga fyrir bræðinni.
Það er hið bezta mál að þið skulið vera trúir ykkar félagi og látið soldið í ykkur heyra, annars væri ekkert gaman af þessu
ef það gustaði ekki soldið um menn og málefni, en staðreyndir eru eitthvað sem við verðum að horfast í augu við, reglur og
verkramminn sem okkur er settur, okkur ber að hlýta honum og það sem meira er, við verðum að fara eftir honum!
Að lokum vil ég segja þér það að fréttatilkynning sú, er við sendum frá okkar félagi, var til þess fallin að LEIÐRÉTTA hlutina
því að athugaðu eitt minn kæri, hún kemur ekki frá okkur sem einstaklingum, heldur frá félagi sem telur fleirri félagsmenn
en þig grunar, sem hreinlega KRÖFÐUST leiðréttingar.
Ef BAG skaut sig í fótinn, og við tókum í gikkinn…
SKÖFFUÐUÐ ÞIÐ ÞÁ EKKI SKOTVOPNIÐ?????
Ef þú vilt ræða þetta eitthvað frekar, þá veistu símann minn :-)