Eins og glöggir notendur hafa tekið eftir hafa 2 af 3 stjórnendum á þessu áhugamáli nýlega sagt af sér. Glinglo er því orðin eini stjórnandinn.
Ef einhver hefur áhuga á að verða stjórnandi með henni væri gott ef viðkomandi gæfi kost á sér á netfanginu vefstjori@hugi.is Nýr stjórnandi þarf að vera orðinn 16 ára gamall, en því eldri því betra vegna eðli áhugamálsins. Við erum að leita að manneskju sem hefur reynslu af börnum og barnauppeldi, hefur tíma til að sinna þessu áhugamáli og miðla af reynslu sinni til annarra.
Karat, bráðabirgðaaðstoðarstjórnandi.