Ef þú verður vör við svona lagað átt þú hikstalaust að kvarta yfir þessu til Leikskóla Reykjavíkur, sími: 563-5800.
Það á ekki að líða þessu fólki að vinna svona. Ég hef sjálf unnið á leikskóla í 4 ár og það fer verulega í taugarnar á mér að fólk sem ekki getur drullað sér á lappir til að athuga afhverju barnið er að gráta skuli fá að vinna þarna. Það er þetta fólk sem kemur óorði á okkur hinar og það er þetta fólk sem réttlætir launin okkar því þetta fólk á ekki skilið meira.
Annars byrjaði ég að vinna á leikskóla þegar ég var 16 ára. Leikskólastjórinn á þeim leikskóla þekkti mig reyndar og vissi að ég var góður starfskraftur.
Það er aftur á móti stefna Leikskóla Reykjavíkur að ráða ekki starfsfólk undir 18 ára aldri nema af sérstökum ástæðum.
Hulda mín, ég hef skoðað heimasíðuna þína og séð myndir af þér. Ef þú ert svona til fara þegar þú sækir um á leikskóla eru ekki miklar líkur á að það sé gerð undantekning frá reglunni. Ég veit að það er ekki sanngjarnt en svoleiðis er það. Þú ert nú soldill pönkari. Þetta er alls ekki illa meint. Þú ert ein af þeim manneskjum sem ég fíla best hér á Huga og ef ég væri leikskólastjóri þá myndi ég ráða þig. Mér finnst þú hafa mjög réttmætar skoðanir á hlutunum og ég held að þú myndir standa þig vel á leikskóla, en útlitið gefur það ekki endilega til kynna. Ég veit að það er rangt að dæma eftir útlitinu en svoleiðis er það nú bara samt.
Þegar þú verður 18 ára getur þú sótt um og þá er ekkert sem þær geta sagt til að hafna þér, allavegana ekki ef starfsmannaskortur verður ennþá eins slæmur og hann er nú og þá færð þú tækifæri til að sanna þig.
Annars gætir þú athugað hvort að þú þekkir til á einhverjum leikskóla, hvort það er einhver sem þekkir þig og getur mælt með þér, það gæti hjálpað núna.
Gangi þér vel
Tzipporah