Eins mánaða sumarfrí í grunnskólum. Kannski í 6-7-8 ára bekk, en ekki mikið yfir það. Á þeim aldri er ennþá hægt að fræða þau talsvert með því einu að láta þau leika sér.<br><br>Það liggur auðvitað enginn vafi á því að MIKIÐ þarf að bæta við grunnskólakerfið, á flestum sviðum. Mér finnst samt fólk ofmeta tíma sem er lagður í nám, og mér finnst ekki rétt að lengja námstíma barna af þeirri ástæðu að foreldrarnir hafa ekki tíma, þó það sé yfirleitt algerlega réttlætanlegt, þó furðulega geti hljómað, að foreldrarnir hafi ekki tíma. Fólk þarf jú að sjá fyrir sér. En að láta krakkana vinna á meðan líka býr til önnur vandamál, þó það vissulega leysi sum. Það er umræða sem ég ætla ekki að flytja hingað. Svo er auðvitað það mál að margir foreldrar gera sér engan veginn grein fyrir því hvenær treysta hægt er börnum fyrir því að vera ein heima. Ég veit um dæmi þess að 16 ára unglingar megi ekki vera einir heima, og er það auðvitað ekki neitt nema sjúkt. Eina hættan er að háttvirtur unglingur bjóði svosem nokkrum hverfum í partý til sín, en börn sem læra að taka ábyrgð smátt og smátt í uppeldinu gera það ekki, og þá að minnsta kosti mun, mun síður en önnur börn.<br><br>Hinsvegar má alveg redda þessu með því að einfaldlega hafa leikskóla og dagvistarheimili opin á mannlegum tímum, um sumar, hætta þessu kjaftæði og byrja að díla við þessi mál af almennri skynsemi sem er í takt við þarfir nútímafólks. Þó ég fíli reyndar sæmilega það sem a.m.k. borgarstjórn Reykjavíkur er að gera núna, hef ég enga trú á því að þetta vandamál leysist í bráð, sé reytt á bæjar- eða borgaryfirvöld.<br><br>Þegar ég var lítill krakkagrislingur (sem reyndar er ekki svo langt síðan), voru til fyrirbrigði sem hétu… æji, ég man ekki hvað það hét, en allavega, þá voru einhverjir tveir umsjónarmenn, sirka 15-20 ára, sem fóru með helling af krökkum úr hverfinu, og bjuggu til aragrúa af trékofum á afmörkuðu svæði. Mér skildist seinna að þetta hefði verið á vegum bæjarins (sem var Kópavogur), en ég myndi nú ekki hengja mig upp á það, samt.<br><br>Svo var þetta allt í einu ekki lengur mögulegt. Fyrir utan það að þetta er auðvitað FÁRÁNLEGA gaman fyrir krakkana, er þetta álíka uppbyggilegt líka.<br><br>Það er það sem á að fá krakkana til að gera á sumrin. Eitthvað uppbyggilegt sem þeir geta samt túlkað sem sumarfrí. Skóli á þessum tíma var pein, þó að fullorðnu fólki finnist auðvitað það að leggja saman tvo og tvo ekki mikil áskorun. Fólki einmitt finnst yfirleitt að krakkar geti alveg haft eitthvað *pínulítið* fyrir lífinu, sem er alveg rétt, og það gera börn, en á annan hátt en við, svo ég segi; Láta skólann vera skólann, bæta það sem þar þarf, en sumrin eiga að vera sumur, og að mínu mati ættu börn að vera utandyra ef þau geta. Þetta er Ísland, for crying out loud, það er ekki svo langt sumar.<br><br>Og auðvitað þurfa krakkar að læra meira en bóknám og þessa kerfisbundnu (algerlega óafsakanlega leiðinlegu) leikfimi sem kennd er í grunnskólum. Þau þurfa að læra að lifa.<br><br>Ég ætlaði nú reyndar bara að skrifa nokkrar línur, en allavega… puh, hér er þetta.<br><br>Friður.