Þetta sem er kallað á íslensku “Gin og klaufaveiki”, en heitir í raun á ensku “Hand, foot and mouth desease”, á ekkert skylt við sjúkdóminn “Gin og klaufaveiki” í búfénaði. Ætti í raun að kallast “Handa, fóta og munnveiki” eða eitthvað slíkt.
Þessi sjúkdómur orsakast af veiru, er alveg sauðmeinlaus, en getur verið óþægilegur meðan á honum stendur. Þessi veira veldur útbrotum á höndum og fótum, og í munni. Útbrotin í munni verða einskonar munnangur, eða sár, og geta verið afskaplega óþægileg. Það eru aðallega börn sem fá þetta og þetta gengur yfir á 4 dögum og það eru ekki gefin nein lyf (sýklalyf duga ekkert á veirur).
Krakkar slefa oft mikið þegar þau eru með þennan sjúkdóm, neita e.t.v. snuddu (sárt að sjúga) og geta orðið löt við að borða og drekka, þar sem það er sárt. Það getur verið gott að gefa þeim eitthvað kallt, t.d. ís eða frostpinna, til að aðeins deyfa sviðann og óþægindin í munninum.
Annars gengur þetta bara fljótt yfir af sjálfu sér.<br><br>Kveðja,
GlingGlo