Þar sem ég á ekki börn, er ég ekki viss um hvort þú eigir eitthvað að tala um þetta við hann eða ekki, kannski fleiri sem hafa lent í þessu. ég held samt að 12-13 ára aldur hjá strákum sé svona tíminn sem þeir byrja að stunda sjálfsfróun. spurning um að banka næst? ;) kannski ekki lausn en fyrirbyggir samt að þú lendir í þessu aftur.
Ég held að það væri best að reyna að ræða þetta við hann. Allavega gera heiðarlega tilraun til þess og láta hann vita í leiðinni að þetta sé eðlilegt og að þú vitir að það gera þetta allir. Ekki láta hann fá á tilfinninguna að hann eigi að skammast sín, það getur haft slæmar afleiðingar. Samt er þetta mjög viðkvæmt og þú mátt búast við að hann vilji ekki kannast við þetta eða ekki tala um þetta. En allavega láttu hann vita að hann eigi ekki að skammast sín fyrir að leita til þín með spurningar og forvitni í sambandi við kynlíf. Mínir strákar núna 20 og 17 ára eru svona fyrst núna að byrja að þora að tala um þetta málefni við mig og eru að byrja að spurja (betra seint en aldrei segi ég :)).
Ég held að það sé ekki ráðlagt að gera neitt í þessum málum. Það yrði bara mjög vandræðalegt fyrir hann. Þetta er fullkomlega eðlilegt hjá dreng á þessum aldri. Eins og Pooh ráðlagði þér þá held ég að það sé best að banka í framtíðinni :)
Ég myndi bara tala við hann og segja að þér þyki leitt að hafa labbað inn á hann og að þú vitir ósköp vel að þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi. Getur kannski gripið tækifærið og rætt við hann um kynlíf almennt, en reyndar hugsa ég að hann fari einum og mikið hjá sér í bili til að tala um það eins og er. En kannski ekki, þú skynjar það fljótt.<br><br>Kveðja, GlingGlo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..