Já það er nánast alltaf svona veður nema þegar það rignir.
Það rigndi hérna síðast í byrjun júly.
Svo er bara misjafnlega heitt.
Það er búið að vera í kringum 20 gráður á daginn og niður í 8 á nóttinni núna undanfarið þannig að það er farið að hausta.
Svo var síðasta vetur snjór í nokkra daga.
Þegar það snjóar hérna þá fer allt í panic og við sitjum og hlægjum af dönonum því að um leið og það kemur smá föl þá kalla þeir það snjóstorm :)
Til dæmis um síðustu jól þá koma svona óskajólaveður styllt og fallegt með stórum snjókornum sem að svifu fallega og rólega til jarðar en hérna var allt í kaos því að þvílíkur snjóstormur hafði ekki komið lengi.
Fólk var varað við að fara af stað á bílonum og allt lá niðri.
En okkur fannst veðrið bara æðislegat og fórum út að leika með börnonum og nutum þess að fá að gera snjókarl einusinni yfir veturinn :)