Ég er mjög ánægð að heyra þetta frá GlingGló sem hjúkrunarfræðingi. Mínir drengir voru báðir mjög þurftarfrekir og þurftu eitthvað meira en mjólk (ég mjólkaði nóg en það var eins og það væri ekki nóg að fá bara mjólk). Þannig að þeir fengu báðir fasta fæðu um 3 mánaða. En það lá við að ég væri myrt með augnaráðinu í ungbarnaeftirlitinu. Einn læknir sagði við mig að ég væri að búa til offitusjúkling (með eldri drenginn). Sá hefur hins vegar alltaf verið fínn í holdum, er í dag alveg mátulega grannur, borðar mikið og hreyfir sig mikið.
Börn eru svo misjöfn, hlustum á hvað þau vilja.
Á sama hátt er að sjálfsögðu fáránlegt að gefa börnum graut “af því bara” ef brjóstamjólkin nægir þeim. En í sumum tilvikum nægir hún ekki.<br><br>Kveð ykkur,
danna