Já, innilega til hamingju með prinsessuna. Hún er sko algjör engill ;) Þetta nafn hefur einhvern hátíðlegan og friðsælan blæ yfir sér; Agnes er náttúrulega biblíunafn og Engla útskýrir sig sjálft. Mjög fallegt.<br><br>Kveðja, GlingGlo
Takk, takk. Hún lítur nú aðeins öðruvísi út í dag, set inn mynd af henni um leið og ég get, er að plata kallinn til að fjárfesta í einni digital… En ef þið viljið vita aðeins nánar um Englu nafnið þá heitir amma mannsins míns þessu nafni. Hún heitir reyndar Margunnur Engla en var ekki skírð Engla og við þurftum því að leita á náðir Mannanafnanefndar til að fá nafnið samþykkt. Og við fengum bréf í dag þess efnis að nafnið uppfyllir kröfur nefndarinnar (ætli þetta komi ekki í blöðunum, gerist það ekki alltaf þegar þeir koma með einhvern úrskurð?). Við erum samt ekkert sérstaklega trúuð þótt hún heiti svona kristilegum nöfnum, Agnes var valið af því við þekkjum enga með því nafni og Engla af því okkur fannst það bæði fallegt og svo er amman (sem ber nafnið líka) okkur kær. Jæja, nóg komið af þessari ritgerð! Kv, pernilla
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..