Sonur sambýlismanns míns, 8 ára gamall, tekur dálítið yfirgengileg bræðisköst stundum, svona eins og hann missi alveg stjórn á skapi sínu. Það hefur líka gerst í skólanum hjá honum.
Ég held það gæti orðið til góða að einhver hlutlaus sem kann til verka myndi spjalla við strák og sjá hvort að við getum ekki fengið einhver góð ráð.
So, getur einhver mælt með góðum barnasálfræðingi?<br><br>Hrafnhildu
Ég var einmitt að spyrjast fyrir um þetta fyrir vinknonu mína um daginn. ÞAu nöfn sem ég fékk gefin upp voru Húgó Þórisson og Lárus Blöndal. Svo er konan hans Lárusar barnageðlæknir og er víst mjög góð, en hún heitir Valgerður Baldursdóttir. Svo var mælt með öðrum barnageðlækni, en sá heitir Helga Hannesdóttir og er meira með stálpaðri krakka og unglinga (þ.e. ekki smábörn).
Svo geturu líka hringt niður á BUGL og fengið upplýsingar hjá þeim. Síminn er 560 2500.<br><br>Kveðja, GlingGlo
ég mæli eindreigið með Húgó Bróðir minn var hjá honum og hann er mjög fær (húgó þ.e.a.s)<br><br><img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=hulda&myndnafn=pi_devil.gif“> <font color=”#FF0000“>Hulda Dauðans…</font> <br>Ég á svo flotta Heimasíðu! Ligga Ligga Lái!! <a href=”http://kasmir.hugi.is/hulda“ onMouseOver=”window.status='Ég Á SvO FlOtTa HeImAsÍðU, LiGGa LiGGa Láááááiiiii!!!!! ViLtU EkKi KiKjA á HaNa!! Það GæTi OrÐiÐ GaMaN!! :))) ‘; return true“ onMouseOut=”window.status=’';return true“ STYLE=”TEXT-DECORATION: NONE“><FONT COLOR=”#FF0010"><b> Kassjmíhr síjðan míjn!</font> </a></
Ég veit að Húgó Þórisson hefur hjálpað mörgum börnum með góðum árangri. Og ég held að það sé góð hugmynd að prófa að fara með drenginn til sálfræðings. Það er mjög líklegt að hann hafi orðið fyrir einhverjju áfalli nýlega og það getur líka verið að hann sé þunglyndur. En endilega drífið ykkur með hann til sálfræðings til að fá hans álit. Gangi ykkur vel, Xenia
Ég veit að Húgó er lang bestur… en ég mæli ekki með skólasálfræðingum, systir mín er alvarlega þunglynt barn sem er lagt í einelti og var send til skólasálfræðings sem hefur verið með hana í mörg ár ánþess að nokkuð sé gert í málinu, hún grætur enn og vonast til að deija.<br><br>vinur elskar ætíð og í neið er hann sem bróði
Æ þetta kom kannski svolítið asnalega út, ég var ekki að glotta að aðstæðum systur þinnar. Það er náttúrulega ferlegt að hún fái ekki þá hjálp sem hún þarf.<br><br>Kveðja, GlingGlo
Ekki senda barnið þitt til skólasálfræðings en aftur á móti getur hann gefið þér einhver nöfn hjá einhverjum góðum barnasálfræðingi. Skólasálfræðingar taka yfirleitt allt öðruvísi á málunum en þeir eiga að gera. Það þarf ætíð að hjálpa börnum með vandamál sem fyrst svo að það verði ekki til trafala andlega hjá þessum börnum í framtíðinni og fyrir aðra. Og eins og í því þínu tilviki þá þyrfti strákurinn hugsanlega að fara í svona meðferð til þess að læra að hemja skap sitt. Líka að kafa dýpra hvað er eiginlega að, hvað veldur því að hann fái þessi bræðisköst.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..