Þessi blóm eru hérna um allt það eru heilu akrarnir af þessu hérna, þetta er einhvað sem er svo slegið og notað í dýrafóður eða einhvað. Það er svo margt öðruvísi hérna en á Íslandi, t.d. eru bændur farnir að slá gras hérna á fullu og svo eru kornakrarnir orðnir vel sprottnir, bændur eru liggur við allt árið að eiga við túnin plægja, sá, bera á, slá, og svo byrjað uppá nýtt, við fluttum hingað í sveitina um mánaðrmótin jun-jul á síðasta ári og það var slegið allavega 2svar eftir að við komum hingað, svo eru ræktaðar baunir og mais hérna rétt hjá okkur þannig að það er margt nýtt fyrir okkur hérna.