Krakkar krækja sér oft í svona pestar á þessum aldri. Það er í raun mikilvægast að hún drekki nóg, sama hvað það er. Gefðu henni frekar lítið í einu og oft, þá er minni hætta á að hún kasti öllu upp. Frostpinnar, íspinnar, djús, gos, vatn… þetta er allt gott ef það fer ofan í hana. Svo getur verið sniðugt að gefa henni úr eggjabikar eða skemmtilegu glasi, þá finnst þeim oft meira sport að drekka. Ekki hafa áhyggjur þótt hún borði lítið, það kemur bara þegar hún fer að hressast. Haltu áfram að gefa henni hitalækkandi stíla, passaðu bara að gefa þá alveg samkvæmt leiðbeiningunum og hafa styrkleikann miðað við aldur og þyngd barnsins. Svo er hægt að kaupa duft í apótekum sem er frá Semper minnir mig og þú blandar út í vatn, en þá ertu komin með lausn sem inniheldur gott magn af sykrum og steinefnum sem er mjög gott fyrir börn (og fullorðna) að drekka ef þau eru með uppköst eða niðurgang. Þau tapa nefninlega ekki bara vökva heldur líka mikilvægum steinefnum ef þau eru stanslaust að kasta upp eða eru með mikinn niðurgang. Aðalhættan hjá svona litlum börnum er samt að þau fái ekki nægjanlegt magn af vökva og þorni upp svo þú skalt fylgjast vel með hvort hún pissi nóg. Ef þér finnst að þvagútskilnaður sé eitthvað að minnka og/eða þvagið er dekkra en venjulega þá getur það bent til þurrks.
Annars mæli ég með að þú látir bara kíkja á hana á barnalæknavaktinni hjá Dómus Medica fyrst hún er búin að vera með háan hita í þetta marga daga. Þú getur bara hringt í síma 563 1010 og fengið tíma. Það eru eiginlega allir barnalæknarnir þarna mjög góðir og skoða börnin mjög vel.
<br><br>Kveðja,
GlingGlo