Veistu, þetta kom líka fyrir mína skvísu þegar hún var 3 ára og nýbúin að eignast bróðir.
Hún var líka mjöööög leiðinleg að fara að sofa.
Þetta í raun bara hætti hjá minni stelpu eftir uþb mánuð með svona miklum látum, en hún var inni hjá okkur manninum mínum í herbergi þannig að það var minna rask fyrir okkur þegar hún fór að láta svona.
En það er mjög sniðugt að nudda tærnar á honum, ég einmitt hafði svona “rólega stund” í ca 30 mín áður en hún fór upp í rúm, á þeim tíma helgaði ég mig henni gersamlega, við kveiktum stundum á kerti og vorum að spjalla eða eitthvað þvíumlíkt, og það er eins og hún hafi náð að sofna rólega þá.
Þú talar um að þú náir engu kontakti við hann þegar hann vaknar, gæti hreinlega ekki verið að hann sé ennþá sofandi ?
Þegar mín lét svona, þá var ég bara ekkert viss um að hún væri vakandi. Hún öskraði, lamdi og lét öllum illum látum og maður þekkti hana bara ekki sem sama barn og vanalega :/<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”