Ævintýragarðurinn opnar!
Ævintýragarðurinn er öruggur og skemmtilegur staður fyrir alla fjölskylduna í Skútuvogi 4. Staðurinn skiptist í risa leiksvæði fyrir krakkana þar sem hoppukastala, rennibrautir, boltaland, trampólín, risaleikgrind og fleiri leiktæki er að finna ásamt foreldrasvæði þar sem foreldrar geta setið, drukkið kaffi, keypt léttar veitingar, vafrað á netinu og lesið tímarit á meðan krakkarnir leika sér í leiktækjunum.
Einnig er aðstaða fyrir yngstu börnin 0-3 ára þar sem þau geta hnoðast og leikið sér í afgirtu, öruggu 70 fm leiksvæði á meðan foreldrarnir fylgjast með þeim.
Í Ævintýragarðinum er einnig hægt að halda upp á afmælisveislur en við tökum á móti hópum af öllum stærðum og gerðum sem fá að halda veislu í öðru hvoru afmælisherberginu okkar.
Verið velkomin
Nánari upplýsingar á aevintyragardurinn.is