Já þetta er algert rugl, ég klára út þetta ár “einstæð” því við skráum okkur ekki í sambúð fyrr en eftir áramót 2009-2010 en svo í febrúar er spurning hvort við fáum einhverjar barnabætur og við erum með 2 börn og yfir 250 þús í laun(reyndar bara kallinn) þannig ég vona svo innilega að þetta verði ekki samþykkt því ég á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og tími ekki að setja stelpuna til dagmömmu vil frekar vera með henni heima þar til hún fær leikskólapláss(er á biðlista) Börnin stækka svo hratt að maður þarf að vera kaupa bæði nýtt og notað í hverjum mánuði, það er alltaf eitthvað sem vantar, svo hreyfa börnin sig svo mikið að þau þurfa sinn skammt af mat, stelpan er enn of ung til að hætta með bleyju og strákurinn fer að hætta með bleyju fljótlega en auðvitað kostar þetta allt sitt og hefur maður notað barnabæturnar í börnin.