Kl 22.36 skoðaði Gunna mig aftur og þá var ég bara með 5 í útvíkkun. Hún ákvað þá að sprengja belginn og þá fór allt að gerast. Eftir að belgurinn var sprengdur versnuðu hríðarnar til muna og kl 23.45 var ég komin með 8 í útvíkkun! Svo komu vaktaskipti og mig langaði bara að deyja. Loks kom önnur ljósmóðir, sem vildi svo til að heitir líka Guðrún en var aðeins yngri. Hún var alveg yndisleg og ég er rosalega fegin að hafa haft hana sem ljósu! 00.05 var ég komin með 9 og kl 00.18 kláraðist útvíkkunin og ég gerði vart annað en að æla. Ég man svo bara eftir því að ég öskraði í hverri hríð og ríghélt í hendina á Arnari. Systir mín stóð svo hægra megin við mig, Arnar vinsta megin og mamma greyið sat stjörf í lazyboynum. Þegar ég loks mátti rembast fannst mér eins og enginn væri morgundagurinn og öskraði eins og ég lifandi gat. Arnar sagði að kollurinn hafi dúað svona út við hvern rembing og farið svo smá inn aftur þegar ég slakaði á. Ég s.s. byrjaði að rembast 00.28 og ég hef aldrei upplifað neitt jafn sársaukafullt á ævinni! Ég var náttúrulega í monitor og eitthvað var greinilega að þar sem að Guðrún bað mömmu að hringja neyðarbjöllunni en ég tók ekkert eftir því þar sem ég var með lokuð augun og öskraði bara. Inn kom læknir og hjúkrunarfærðingur, sem ég varla tók eftir, og svo var mér bara sagt að rembast af öllum kröftum og út kom stelpan kl 00.43 þann 1.Apríl! :D Hún var með naflastrenginn vafinn 2x um hálsinn og 1x um búkinn svo hún var öll blá. Henni var skellt beint á bringuna á mér og mér fannst eins og ég héldi á litlum strump. Hún vældi smá aumingjalega en tók svo strax brjóstið og sýgur hún rosalega! :D Hún var 3750gr (15 merkur) og 50cm, 36 í höfuðmál. Ég rifnaði á börmunum, 2° rifa, og þurfti að sauma það en annars gekk allt eins og í sögu, fylgjan kom líka í einum litlum rembing á eftir stelpunni og þá var bara allt í einu allt búið! Ég er í skýjunum og finnst þetta fallegasta barn í heimi!!! :D
Stoltasta mamma í heimi! :D