Í rauninni geturu byrjað að sjá mun á þér strax, ef þú tekur bumbumyndir af þér vikulega frá byrjun. Venjulegt fólk sér það ekki þegar það horfir á þig en maður sér greinilega muninn þegar maður skoðar svona myndir.
Það fer oft að sjást á mjög grönnum stelpum frekar snemma, get ekki alveg lýst því en það er svolítið eins og þær hafi aðeins bætt á sig að framan og þá fer fólk oft að spá (en þora ekki að spyrja hehe) og sumir fatta þetta strax. Myndi segja að það sé strax á svona 4 mánuði (16 vikur) sem bumban sé farin að sjást og yfirleitt sést vel á stelpum um 20 vikur.
En svo erum við bara svo mismunandi, ég fékk t.d. frekar litla kúlu í þessi tvö skipti sem ég hef orðið ólétt og þótt ég sé að komast á seinasta dag núna á föstudaginn þá er ég bara peð miðað við aðrar þó þær séu ekki einu sinni komnar jafn langt og ég. Ég upplifi mig samt alveg jafn stóra og hinar :D en er reyndar heppin með það að ég get gert flest alla venjulega hluti ennþá án mikillar fyrirhafnar (reimað skó, beygt mig, hlaupið upp stiga os.frv. Þetta er samt erfiðara en áður en ekkert sem truflar mig í daglegu lífi þannig) og ég er heldur ekki með grindargliðnun, bjúg, of háan blóðþrýsting eða neitt af þessum hefðbundnu meðgöngukvillum svo ætli ég sé ekki bara frekar heppin :)