ég á mánaðargamla dóttur. kærastinn minn er að vinna í útlöndum og við tókum þá ákvörðun að ég myndi vera hjá mömmu hans meðan allt væri að venjast, þar sem mamma mín er dáin og í rauninni engir aðrir í kringum mig með reynslu af ungabörnum nema tengdó.
mig kveið rosalega fyrir þessu alla meðgönguna, að flytja inn á tengdó, þröngt húsnæði, mikið dót, vera byrði….. svo fluttum við hingað inn tveim vikum áður en ég átti. við vorum búin að ákveða að vera bara tvö í fæðingunni en aðstæður voru þannig að tengdó kom með, eithvað sem ég ætlaði mér alls ekki en eftirá var ég rosalega fegin því þetta gekk svo rosalega hratt fyrir sig, ég var gjörsamlega út úr heiminum og kærastinn minn vissi ekkert hvað hann átti að gera þannig að það að hafa tengdó þarna var mikið hjálp.
kærastinn minn fór aftur úr að vinna 2 vikum eftir að stelpan fæddist og ég varð eftir hjá tengdó. það sem ég var búin að kvíða fyrir hvarf algjörlega, samband okkar tengdó er mikið betra í dag. hún er búin að hjálpa mér rosalega mikið í gegnum alla byrjunarörðugleikana. ég hafði aldrei verið nálægt ungabarni áður og kunni ekkert á litluna þegar hún fæddist. brjóstagjöfin var algjört hell til að byrja með en tengdó studdi mig í gegnum hana og hún gegnur bara nokkuð vel núna.
reyndar bý ég bara tímabundið hérna hjá tengdó því ég á mitt eigið heimili en ég vil bara segja að þið ættuð ekkert að stressa ykkur of mikið á þessu. ef foreldrar ykkar vilja hjálpa þá leyfið þeim bara að hjálpa. það er þannig ástand í þjóðfélaginu að það er ekkert sjálfgefið að ungt fólk hafi efni á sínu eigin húsnæði…. eða að hafa vinnu yfir höfuð! þetta er væntanlega bara tímabundið hjá ykkur, hvort sem það verður í 1 ár eða 5 ár.
varðandi þrengslin þá aðlagar maður sig bara að þeim. ég er líka búin að vera svolítið að ferðinni með stelpuna, var í eina viku hjá frænku minni því tengdó þurfti að fara úr bænum og vildi ekki skilja okkur eftir tvær einar…. jú það er mikið af dóti sem þarf að flytja á milli en þetta hefst.
gangi ykkur rosalega vel :)