Við vorum úti að leika og sólin skein svo skært að maður varð að píra augun.
Þ: “Það er svo mikil sól að maður þarf að vera reiður.”
Það var brjálað rok úti og tveir 3ja ára guttar sátu við gluggann og voru að horfa út.
H: “Þegar ég kom í leikskólann var ég næstum því fokinn út í buskann!”
Þ: “Maður getur aldrei komið til bara úr buskanum”
Ég er yfirleitt í sömu strigaskónum í vinnunni. Einn daginn fór ég í sjúskuðustu hvítu adidas skónum sem ég á, við erum að tala um að sólinn er næstum sléttur, hvíta gúmmíið á tánni er orðið gult, þeir eru allir snjáðir og mjög beyglaðir.
Á: “Vááááá!! Ertu í nýjum skóm?!?”
Öskudagurinn er nýliðinn og meirihlutinn af börnunum voru prinsessur eða ofurhetjur. Ein 2ja ára dúllan var ekki í típískum búning heldur bara í frekar furðulegri samsettningu af sínum eigin fötum.
Ég: “Ú, hvað ertu?”
Ú: “TIPPI!!”
Hún var semsagt HIPPI!
Maður segir oft kjánalega hluti við þau til að reyna að fá skemmtilegar samræður í gang. Við sjáum Perluna í fjarska útu gluggann hjá okkur og um daginn var brjáluð snjókoma og skyggnið svo lélegt að við sáum ekki Perluna.
Ég: “Sjáiði!! Perlan er horfin!!”
H: *þvílíkt hneykslaður* “Nei! Við sjáum hana bara ekki fyrir snjónum!”
Ég: “Duh!”
-Það er snákur í stígvélinu mínu