þú veist að það eru dómstólar sem ákveða svona, eða sýslumaður.. man ekki annaðhvort
http://www.althingi.is/lagas/136b/2003076.htmlgetur pottþétt fundið eitthvað þarna
31. gr. Forsjá við skilnað eða samvistarslit foreldra.
[Foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns síns eftir skilnað og slit sambúðar sem skráð hefur verið í þjóðskrá nema annað sé ákveðið. Foreldrar skulu ákveða hjá hvoru þeirra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði fasta búsetu. Sýslumaður skal tilkynna þjóðskrá hjá hvoru foreldra barnið eigi lögheimili. Sýslumaður skal leiðbeina foreldrum um inntak sameiginlegrar forsjár og um þau réttaráhrif sem skráning lögheimilis barns hefur í för með sér.]1)
Foreldrar geta samið svo um að forsjá barns þeirra verði …1) í höndum annars hvors.
Nú slíta giftir foreldrar samvistum án þess að hjúskap ljúki og geta þeir þá ákveðið að annað þeirra fari með forsjá barns.
Ef ágreiningur rís um forsjá barns við skilnað foreldra eða við slit sambúðar foreldra, sem skráð hefur verið í þjóðskrá, fer um það mál eftir því sem kveðið er á um í 34. gr.
1)L. 69/2006, 1. gr.
32. gr. Samningar foreldra um forsjá.
Foreldrar geta samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Í samningi um sameiginlega forsjá skal greina hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa fasta búsetu.
Foreldrar geta samið um breytingu á forsjá barns þannig að forsjá flytjist frá öðru foreldri til hins eða að samningur um sameiginlega forsjá falli niður og forsjá verði í höndum annars foreldris.
Foreldrar geta falið öðrum forsjá barns síns með samningi, enda mæli barnaverndarnefnd með þeirri skipan. Ef forsjá barns er í höndum annars foreldrisins skal leitað umsagnar hins foreldrisins.
Samning foreldra um forsjá barns má tímabinda, þó ekki skemur en til sex mánaða.
Samningur um forsjá barns öðlast gildi við staðfestingu sýslumanns. Sýslumaður skal senda Þjóðskrá ljósrit af staðfestum samningi foreldra um forsjá. Sýslumaður skal leiðbeina aðilum um réttaráhrif samnings. Hann getur synjað um staðfestingu samnings ef hann er andstæður hag og þörfum barns og ber að gera það ef hann er andstæður lögum.
33. gr. Sáttaumleitan.
Sýslumaður skal bjóða aðilum forsjár-, umgengnis- og dagsektarmála sérfræðiráðgjöf til að aðstoða þá við að finna lausn máls með tilliti til þess sem er barni fyrir bestu. Sá sem veitir ráðgjöf getur rætt við barn, sem mál varðar, telji hann það þjóna hagsmunum þess, enda séu forsjárforeldrar því samþykkir.
Sýslumaður getur látið hjá líða að bjóða sérfræðiráðgjöf skv. 1. mgr. ef hann telur hana ónauðsynlega eða tilgangslausa.
Þeim sem veitir ráðgjöf skv. 1. mgr. er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt skulu fara skv. 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Brot á þagnarskyldu varðar refsingu skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga.
Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um ráðgjöf skv. 1. mgr., svo og um tilhögun þjónustusamninga við þá sem annast slíka ráðgjöf.
34. gr. Dómur um forsjá barns o.fl.
Þegar foreldra greinir á um forsjá barns sker dómari úr málinu með dómi hafi sátt ekki tekist um forsjá þess. Ef foreldrar leita skilnaðar fyrir dómi leysir dómari um leið úr ágreiningi um forsjá. Sýslumaður getur veitt leyfi til skilnaðar hjóna þótt ágreiningsmál um forsjá barns þeirra sé rekið fyrir dómi.
Dómari kveður á um hjá hvoru foreldra forsjá barns verði, eftir því sem barni er fyrir bestu. Eigi verður mælt fyrir um sameiginlega forsjá barns með dómi, en foreldrar geta með dómsátt ákveðið að forsjáin verði sameiginleg.
Við úrlausn máls um forsjá skal m.a. líta til þess hvort foreldri, sem krefst forsjár barns síns, hefur verið tálmuð umgengni við barnið.
Í ágreiningsmáli um forsjá barns ber dómara að kröfu annars foreldris eða beggja að kveða á um meðlag í dómi, sem og um inntak umgengnisréttar barns og foreldris, eftir því sem barni er fyrir bestu, hafi sátt ekki tekist um þessi efni, enda hafi krafa um það verið gerð í stefnu eða greinargerð stefnda. Dómari getur hafnað því að ákveða inntak umgengnisréttar ef slík úrlausn er barni fyrir bestu.
Um meðferð þessara mála fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum VI. kafla.
[Dómari skal senda Þjóðskrá upplýsingar um niðurstöðu máls um forsjá barns á eyðublaði sem hún leggur til.]1)