Ég myndi pottþétt eiga á Selfossi, engin spurning. Ég átti sjálf á Lansanum fyrir einu og hálfu ári, jújú það var allt í lagi svosem en mér leið aldrei vel þarna, Hreiðrið er ekkert kósí og mig langaði bara heim. Fyrir utan það að 80% allra íslenskra kvenna eiga á Landspítalanum svo þar er alltaf brjálað að gera og núna er búið að skrea niður vaktirnar hjá ljósunum svo það er ógeðslega mikið álag á þeim, sem kemur út í skertri þjónustu. Ég hef heyrt mjög góða hluti um Selfoss, held það væri miklu betra fyrir þig að eiga þar. Ég veit ekki hvernig það er þar, hvort þú fáir að liggja þar í einhverja daga (veit það er svoleiðis út á landi) en á Lansanum þá ertu á Hreiðrinu ef ekkert fór úrskeiðis, annars ekki og ert ef til vill í herbergi með einhverri annarri.
Bætt við 22. september 2009 - 14:44
Lansanum þá ertu á Hreiðrinu yfir eina nótt átti að vera þarna, ef eitthvað fer úrskeiðis hinsvegar þá ertu held ég annarrsstaðar á einhverjum gangi og þá fer bara eftir tilfellum hversu lengi þú ert.