Jæja ég bara get ekki þagað lengur! Ég er semsagt komin aftur af stað, einu og hálfu ári eftir að ég átti strákinn.
Þetta var svona semi-planað, höfðum verið varnarlaus í ca. 6 mánuði en það var ekki fyrr en í þessum síðasta tíðahring sem ég fór virkilega að spá í þetta, ég skrifaði t.d. niður alla daga blæðinganna, hvenær þær byrjuðu, hversu miklar þær voru os.frv. Svo voru þær búnar þá skráði ég niður hvernig útferðin væri og hvaða daga kynlíf væri stundað :Þ Svo var ég komin eitthvað pínu framyfir og fékk jákvætt próf á 5. viku :)
Á 6 viku fór ég svo í snemmsónar, þá var fóstrið reyndar ekki nema 3mm að stærð og ég sá hjartslátt en í zoom*milljón, svo ég fékk ekki myndi (gleymdi reyndar að biðja um það en það hefði örugglega ekkert sést á myndinni, ég rétt sá einn pínulítinn blett tikka, það var hjartslátturinn). Þarna var ógleðin bara rétt að byrja og á 7 viku varð ég síðan rúmliggjandi alla þá viku og aðeins meira. Komst ekki fram úr rúminu, foreldrar mínir og tengdaforeldar skiptust á að sækja strákinn minn að morgni og vera með hann allann daginn því ég gat ekkert gert. Og alveg ömurlegt að vera með hausinn ofaní klósettinu að æla og litla dúllan manns stendur við hliðiná, stríkur manni um axlirnar og hermir eftir hljóðunum! En sem betur fer tók þessu að lægja, þetta var allt í sumarfríinu og ég fór síðan að vinna á 9 viku og þá var ég strax farin að skána. Núna er ég á 12 viku og ógleðin nánast horfin, ég þarf bara að passa upp á að borða á svona tveggja tíma fresti, annars verður mér óglatt.
Á þessum fyrstu vikum vildi ég alltaf vera með sterkann brjóstsykur, helst Dracula eða Turkys Pepper. Svo fékk ég æði fyrir morgunkorni, og bara öllu morgunkorni! Svo hafði ég ekki drukkið kók í meira en ár en smakkaði það vegna þess að ég mundi að ég fékk alltaf kók þegar ég var lítil með magapest, og það var svo gott í magann að ég datt svolítið í kókið aftur! En ég er að passa mig og reyni helst að drekka sódavatn.
Annars átti ég pantað í mæðraskoðun í síðustu viku en var með saumaklúbb sama dag og steingleymdi skoðuninni! Svo ég fékk ekki tíma fyrr en í næstu viku, verð þá komin 13 vikur. Ég tók líka þá ákvörðun að fara ekki í hakkþykktarmælingu (gerði það heldur ekki seinast) og fer heldur ekki bara í sónarinn, ég bara var svo rugluð, vissi ekki að það væri hægt (það var held ég ekki boðið upp á það seinast) og ég held ég sé bara gamaldags í þessum efnum, ég finn mig ekkert sérstaklega knúna til þess að fara. Margar konur verða svo uppteknar að því að eitthvað gæti verið að, en ég finn ekki fyrir því hjá mér. Kannski vegna þess að ég hef gengið í gegnum þetta allt áður og tók sömu ákvarðarnir þá og átti fullkomlega heilbrigt barn, fyrir utan hvað hann er skemmtilegur :D
Tilfiningarnar hafa farið algjörlega rokkandi þessa dagana. Það byrjaði þannig fyrst að ef ég sá sorglega frétt eða eitthvað drama atriði í sjónvarpsþáttum þá táraðist ég mun frekar en áður. En núna upp á síðkastið hefur þetta verið að aukast og núna er ég farin að tárast gjörsamlega upp úr þurru!
Var á leiðinni með strákinn í leikskólann um daginn og var að hlusta á Zúúber á FM, eitthvað lag kom og ég táraðist (ég samt ber engar minningar tengdu þessu lagi eða neitt), svo var verið að ræða ástarsorg og hvernig fólk bergst við svoleiðis og ég bara ætlaði að fara að hágráta áður en ég mætti í vinnuna. Í gær var ég síðan að skoða hérna á huga, nánara tiltekið á /romantik og var að lesa yfir þráð með rómantískum lögum OG VITIÐI HVAÐ! Ég HÁGRÉT allt kvöldið, bara á youtube að hlusta á einhver ástarlög. Svo byrjaði Bachelorette sem ég er búin að vera að fylgjast með, og þetta var svo emotional þáttur að ég grenjaði helling yfir honum líka. Svo kom kærastinn heim og var að spá í öllum pappírnum sem lá út um allt, þá sýndi ég honum lögin og fór þá aftur að gráta :) Hann sagði bara “það er svo æðislegt hvað þú verður tilfininganæm þegar þú ert ólétt” og fannst þetta bara fyndið :P
Svo er ég búin að skrá mig í meðgöngujóga sem byrjar í September og ég hef það að markmiði þessa meðgöngu að NJÓTA meðgangarinnar eins vel og ég get og fara vel með mig.
Ég er líka búin að ákveða að fæða heima, en seinast fæddi ég í vatni án verkjalyfja. Er búin að tala við ljósmóður sem ætlar að gera þetta með mér og ég fæ að vera hjá henni út meðgönguna, þó svo hún hafi aðsetur í Árbæ en ég í Hafnarfirði (en venjan er að maður sé bara í sinni heilsugæslu). Ég er búin að vera á kafi í óléttubókum eftir Sheila Kitzinger og að lesa mér til um heimafæðingar og mig hlakkar alveg rosalega til! Spennandi tímar framundan… :)
Bætt við 25. ágúst 2009 - 11:56
Ég gleymdi að setja inn að settur dagur er 9. mars, en strákurinn minn var einmitt settur 9. febrúar og fæddist fyrsta. Svo það verða akkurat 25 mánuðir á milli, tvö ár, alveg eins og ég hafði hugsað mér það :)