jæja stelpur deilið nú sögum af matarlöngunum ykkar á meðgöngu :)
mig langar nú í ýmislegt og oft margt í einu. akkurat núna langar mig í djúpsteikt svínakjöt með súrsætri sósu frá Nings takk fyrir :) en þar sem ég er stödd úti á landi þá get ég ekki fengið svoleiðis akkurat núna.
Þegar ég var ófrísk fékk ég ææææææði fyrir kellogs special k, gat étið það endalaust! Eins fannst mér bensín lykt besta lykt í heiminum! og eins var ég með æði í svampa…saug úr þeim vatn og nagaði eins og vitleysingur haha :P
haha, ég hef nú aldrei verið ólétt, en ég vann hinsvegar í afgreiðslu á heitum mat, og það voru ALLTAF óléttar konur að koma og biðja um furðulegustu hluti…
eins og vel steiktar franskar með fullt af salti og lambakryddi settar í poka og svo fuuullt af bernie-sósu yfir… Vá hún var yndisleg…
svo kom einn eiginmaður (konan stundum með) alltaf og bað um djúpsteiktan þorsk í bakka, og súkkulaðisósu við hliðina á…
Annars missti ég mig í poppi! Vildi helst éta það í öll mál bara nema ég gæti fengið nætursaltaða ýsu. En gat ekki komið niður kjúkling eða frönskum, bara ekki séns! :)
Með fyrra barn voru það perur. Ég át þær í tonnavís og vaknaði meira að segja á nóttunni til að fá mér peru:D Síðan átti ég að éta lakkrís afþví ég var með svo lágan blóðþrýsting (hjukkurnar farnar að efast um að hjartað í mér slægi ennþá) og það finnst mér eitt það ógeðslegasta í heimi! Ugh!
Síðan með seinna barn var það hið klassíska-klakar! Ég sat oft með snakkskál fulla af klökum og bruddi þá eins og ég ætti lífið að leysa :D Ein stelpan í 10-11 var alltaf tilbúin með klakabox handa mér því ég kom alltaf á sama tíma að ná í fixið mitt.
Síðan varð ég að éta lifur þrisvar í viku (voru að reyna að fá meira blóðmagn í mig) og ég sver-ég GRENJAÐI þegar ég varð að éta þetta:S Ógeð.is!
Ein vinkona mín fékk æði fyrir ólífum og skírði svo strákinn sinn Ólíver vegna þess :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..