ég segi nú fyrir mig, ég er reyndar bara komin 9 vikur, en nei ég er ekkert þannig séð búin að tengjast fóstrinu, þannig að ef aðstæður væru slæmar þá hefði ég alveg sætt mig við að fara í fóstureyðingu.
ekki það að það hafi nokkurntímann verið á dagskrá þar sem þetta var planað hjá okkur :) ég er bara að segja, að fyrir mig þá finnst mér ég ekkert vera búin að tengjast fóstrinu þar sem ég finn ennþá ekkert fyrir því.
hinsvegar þegar lengra dregur og maður fær bumbu og krílið byrjað að sparka þá fer ég væntanlega að tengjast fóstrinu. :)