Hef oft pælt í þessu, er hægt að koma í veg fyrir að fá mikil slit? Man að frænka mín setti alltaf eitthvað krem á sig á sinni meðgöngu, man bara ekki hvort það gerði eitthvað gagn.
Það eru til allskonar olíur og krem sem teygja á húðinni og eiga að koma í veg fyrir slit. Hef ekki prófað (aldrei verið ólétt heh) en ég hef heyrt mismunandi sögur af þessu, stundum virkar þetta og stundum ekki.
En annarstaðar heyrði ég á barnaland.is þar sem konur voru að tala um að slit væru ættgeng, ætla ekki að fullyrða það neitt, heyrði það bara.
Eins og Kornelius sagði þá eru til fullt af olíum og kremum sem eiga að koma í veg fyrir, eða minnka slit. En ég hef svosem ekki séð að þetta geri nokkurt gagn, en margar gera þetta og fá svo slit en þeim líður betur því þær eru alltaf að bera á sig olíu og telja að þau verði þá ekki eins mikil og hefðu orðið? Ég veit það ekki.
En annars fer þetta bara mikið eftir húðgerð. Veit ekki hvort húðgerð erfist eða hvað en ég t.d. er með hryllilega viðkvæma húð og þurfti ekki að verða ólétt til að slitna út um allann líkamann. Svo eru aðrar sem fá ekki slit fyrr en á 4 meðgöngu eða eitthvað og sumar fá aldrei. Þessi olía er engin trygging.
Annars myndi ég bara mæla með því að undirbúa sig andlega samhliða því að bera á sig olíu; þar eð búast við slitum og tileinka sér nýtt og jákvæðara hugarfar gagnvart þeim. Vera andlega undirbúin því að líkaminn taki þessum (miður leiðinlegu) breytingum. Bara til að höndla það betur ef svo færi að maður fengi slit.
Slit er eitthvað sem er ekki hægt að koma í veg fyrir, en hægt að koma í veg fyrir að þú slitnir í tætlur með hinum og þessum feitu kremum og olíum :) en það er hægt að fara í laseraðgerð til að láta lappa uppá slitin.
Sjálf slitnaði ég rosalega með strákinn minn en mér er þannig séð alveg sama um það :) svo lengdust slitin á þessari meðgöngu, en ég ber merki um kraftaverk ;)
Ég er með svolítið af slitum eftir unglingsárin… en slitnaði ekki baun á meðgöngu! :)
Ljósurnar sem ég var hjá sögðu að þar sem húðin slitnar innan frá getur maður engan veginn komið í veg fyrir þau en kannski hægt að hafa áhrif á hversu mikil þau verða:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..