Ég varð ólétt 18 ára en var nýorðin 19 þegar ég átti.
Ég ætla að reyna að hljóma ekki væmin en þetta hefur algjörlega gjörbreytt lífi mínu og ég veit ekki hvar ég væri í dag hefði ég ekki ákveðið að eiga hann. Ég er á algjörri uppleið núna og finnst að ég gæti ekki verið á betri stað. Reyndar er meira en bara hann sem gerði allt þetta að verkum, ég horfðist í augu við fíknina mína og er búin að vera að vinna mikið í sjálfri mér, sem hefði aldrei gerst hefði ég ekki orðið ólétt.
Ég tók samt tímabil þar sem mér fannst ég vera föst á sama staðnum, eins og ég kæmist ekkert áfram. Allar vinkonur mínar eru að útskrifast núna og ég hef ekki komist í skóla aftur af því að við keyptum íbúð sem þarf að borga af og fleiri fjárhagslegar skyldur. En ég veit að ég á eftir að útskrifast einhverntímann og það er líka allt í lagi. Ég er með vinnu sem mér líður vel í og góðan vinnutíma og hlutirnir bara virka. Ég veit að ég á eftir að fara í nám og gera fullt af hlutum, en núna er bara ekki rétti tíminn. Ætla samt að skella mér í fjarnám í haust og sjá hvernig það gengur. Hef fulla trú á mér núna, þegar ég var í skóla áður þá hafði ég ekkert sjálfstraust og fann mig ekki í náminu. Núna er ég með markmið og stefnu og ég hlakka bara til að takast á við þetta ;)
Svo dauðlangar mig í annað barn! Víst ég byrjaði snemma þá ætla ég bara að klára þetta af og lifa lífinu í kringum fimmtugt, allir orðnir fullorðnir og við búin að koma okkur fyrir, eigum fullt af peningum og engar áhyggjur, algjörega frjáls! (Ok, ég veit þetta hljómar kannski asnalega en við erum með markmið og svona sem við erum að vinna að.. Og okkur gengur mjög vel!)
Sorrí hvað textinn er langur, þetta er bara svo þýðingarmikið fyrir mig að ég kann mig ekki :D