legg til þess að þið setjist niður með foreldrum ykkar og pantið tíma hjá félagsráðgjafa til að tala um þetta, hvort sem þið ætlið að eiga barnið eða ekki.
Þetta er stór ákvörðun og þið eruð ung og þurfið að hugsa þetta útí enda.
Að eignast barn er ekki mömmuleikur.
Lífið er ekki endilega búið en þarft að færa miklar fórnir.
Þú kemst alveg á djammið, kanski ekki fyrstu mánuðina þó, en seinna meir kemur tími.
Þið þurfið að vera samtaka í því sem þið gerið, passið ykkur að vera á sömu blaðsíðunni.
þið getið alveg átt félagslíf, en það breytist auðvitað eins og allt lífið eftir að barnið kemur.
Allt breytist.
Hugsið virkilega útí hvað þið eruð að fara ef þið ákveðið að eignast barnið. Að eignast barn er virkilega gefandi, en afturámóti er það mjög stór pakki og tekur mikla orku. Maður veit aldrei hvernig barnið verður, það gæti verið magakveisubarn og grenjar stanslaust allann sólarhringinn, gæti líka verið eyrnabarn. Það er ekki skemmtileg staða. það gæti líka sofið alla nætur og verið yndælt, “aldrei” grátið og voða þægilegt í allri umgengni
Hugsið líka til menntunar og penings. Að eignast barn getur verið dýrt en það er líka hægt að komast í gegnum það án þess að setja sig á hausinn. Bleyjur kosta 2 þúsund og einn pakki dugir skammt, það er þó líka hægt að fá endurnýtanlegar bleyjur, þar er startpakkinn í kringum 30 þúsund en eftir það er kostnaður við það í lágmarki
Hvernig búið þið? hjá foreldrum? eða eruð að leigja, þetta kostar allt en fyrst aðrir geta þetta þá getið þið það líka
Hvernig er með skólamál? langar ykkur ekki að klára menntaskólann og komast í framhaldsnám án þess að eitthvað svona hindri ykkur, gætuð þið hugsað ykkur að fara út á vinnumarkaðinn og fara í skóla seinna á lífsleiðinni
Þetta er vissulega alveg hægt með barn en getur stundum verið ströggl
Ég vil ekkert vera segja ykkur hvað þið eigið að gera en í guðana bænum hugsið þetta útí enda áður en þið bara ákveðið hvað þið gerið.
Ekki neyða hana í fóstureyðingu eða neitt þannig, þið þurfið samt að vera bæði á sömu blaðsíðu, það skiptir miklu máli upp á sambandið
Gangi ykkur vel ;)