Jæja ég er komin 34 vikur & 1 dag á leið.
Styttist í þetta. :D
Ég er farin að fá svo allsvakalega túrverki að hálfa væri nóg. Og með hverju skiptinu þá verða túrverkirnir verri og verri! og lengur..
Í gærkvöldi gat ég ekki sofið vegna túrverkja og varð flökurt og skilaði frá mér kvöldmatnum.
En svo náði ég loksins að sofna..
Ég veit ekki alveg hvort þetta sé eðlilegt eða ekki að fá svona rosalega túrverki. Spyr ljósuna næsta fimmtudag bara að því.
En það eru þó engar blæðingar eða neitt.
En hafið þið einhverja hugmynd afhverju þessir túrverkir eru og hvort þetta sé eðlilegt?