Nú er fyrsti og annar þriðjungur búinn hjá mér :)

Ég er komin með kúlu og með litla stelpu sem gerir lítið annað en að sparka!! og sérstaklega í pissublöðruna. Er ekkert gaman að VERÐA að fara á klóstið með hálf-tóma pissublöðru… en þetta verður bara venjast :)

Bakið er aðeins farið að segja til sín og ég ætla bara passa mig, ætla ekki að frá fokkin grindargliðnun :)

Ég var líka að spá, ég slapp við morgunógleði en síðustu vikur er mér alveg hriiiiikalega óglatt seint á kvöldin. Aðalega þegar ég er lögst undir sæng og tilbúin til svefns. Alveg ömurlegt. og munnurinn fyllist af munnvatni hratt og svona leiðinlegt. Eina ráðið sem virkar hjám ér er að borða klaka/frostpinna…

Þetta er búið að vera alveg æðislegur tími og ég hlakka rosalega til framhaldsins :D


við erum búin að vera frekar róleg í barnadótakaupum en keyptum okkur vöggu um daginn :D Eða réttara sagt kubbur fór og keypti vögguna því hann vissi að mér finndist hún æði :)
Ofurhugi og ofurmamma