Er þetta bara ég eða er rosalega mikið um ungar mæður nú í dag, þá er ég að tala um stelpur á aldrinum 92-89. Mér finnst rosalegga margir sem ég þekki eða vinkonur mínar þekkja vera óléttar eða búnar að eiga. Ég er alls ekki að skíta yfir ungar mæður og finnst svo sem ekkert að þessu en mér finnst bara svo rosalega margar ungar stelpur vera óléttar eða komin með eitt barn.
Þekki 2 stelpur sem að eru settar í ágúst. Nú svo er stóra systir mín 23 ára með 3 börn á aldrinum, 7,2 og 1 árs. Hef ekkert á móti þessu, frábært að fólk getur þetta. En ég vill samt sjálf bíða þangað til að ég er komin með menntun. ;)
Já ég hef tekið eftir þessu. Við erum núna komnar 8 stelpur úr sama árgangnum í HFJ (89 módel) úr sama grunnskólanum sem erum óléttar eða komnar með eitt (og ein með tvö). Hinsvegar var ekkert af þessum stelpum vinkonur mínar og því þekki ég þær ekki neitt, þannig að ég er svolítið sér á báti í mínum vinahóp. Svo eru 3 aðrar sem ég veit um úr Hafnarfirði í sama árgang sem eru líka óléttar eða með barn, en þekki þær ekkert heldur (og kannski eru enn fleiri).
Já það er mikið um það, ég er sjálf 90' og á von á mínu öðrubarni.
Ég hef ekkert á móti því að ungar stelpur í dag eignist börn en þurfa samt aðalega að raða forgangsröðinni þegar barn er komið í spilið, finnst frekar mikið um að stelpur fari beint á djammið áður en barnið er orðið mánaðargamallt.
En misjafnar skoðanir eru til á þessu, ég veit um nokkrar á mínu reki sem eiga börn eða óléttar, mér finnst fínt að klára þetta bara af ;)
Hefur í raun voða lítið breyst þannig lagað séð, smá meiri ummönnun og ábyrgð en maður er auðvitað mjög heppinn ef barnið er rólegt, veit ekki hvernig ég væri ef strákurinn væri ekki búinn að vera svona rólegur og góður frá fæðingu.
Það er bara vegna þess að við erum að nálgast þennan algenga barnseignaaldur.
Þetta er ekkert nýtt, mamma var 19-20 þegar hún eignaðist mig, mamma hennar var 18 þegar hún eignaðist hana.
Þegar ég var lítill þá pældi ég ekkert í bensínverði eða hversu gamalt fólk væri þegar það eignaðist börn. Maður tekur bara meira eftir þessu þegar þetta fer að verða hluti af umhverfinu hjá manni.
Þú tekur bara frekar eftir þessu af því að þetta er nær þér í aldri :)
En nú eru tvær sem voru með mér í grunnskóla komin með börn (þar á meðal Pinky :P) og einn strákur eignast barn bara núna á næstu dögum. Þekki líka '92 módel sem á að eiga bráðlega…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..