Ég er nú ekki mikið fyrir það að gagnrýna fólk, (amk ekki opinberlega), en mér finnst þú vera aðeins of harður og leiðinlegur í þessum ummælum þínum. Ég er sammála palinas um að “Börnin Okkar” sé einmitt vettvangurinn fyrir svona myndir. Þarna getur hver sem er sent inn myndir af barninu sínu. Palinas er bara mjög dugleg við það. Eins og reyndar margir aðrir.
Varðandi það að strákurinn sé með 3 heimasíður finnst mér líka alveg sjálfsagt, því það veitir aðeins þeim sem hafa áhuga á því að fylgjast með hvernig honum gengur með það sem hann tekur sér fyrir. Hann á frændur og frænkur á erlendri grundu sem eru mjög dugleg við að heimsækja síður hans. Og þau eru fegin því að geta fylgst með án þess að bíða 2-3 vikur eftir sniglapósti.
Ég er persónulega mjög hrifinn af myndunum af honum og veit samt að það er til slatti í viðbót sem kemur ekki á netið með honum.