Ég var bara að velta því fyrir mér hvenær væri algengast að börn hættu með bleyju og færu að nota kopp? Ég hef líka heyrt að það sé hægt að byrja fyrr að venja stelpur af bleyju en stráka, ætli það sé rétt? ég á rúmlega eins árs stelpu sem mér finnst voðalega klár og fljót að læra. ég var að spá í hvort maður ætti að fara að kaupa kopp svo hún vendist honum…annars veit ég ekkert um þetta og kvíði eiginlega dáldið fyrir því að byrja að venja hana af bleyjunni…
:)