Í gær sagði kennarinn minn mér frá því að 10 ára dóttir hennar væri lögð í einelti!!!!!!! Dóttir hennar sem fær 9-10 í einkunn í öllu var góð í leikfimi ofl. en það skiptir engu máli, það geta allir lent í einelti. Þetta byrjaði þegar hún var 7 ára!!!!
Ég man að einelti þekktist ekki þegar ég var 10 ára, krakkar voru bara brotnir niður fyrir framan alla og það var bara eðlilegt í augum annarra.

Þessi stelpa byrjaði að fitna þegar hún var svona 9 ára. Krakkarnir greiddu atvæði beint fyrir framan hana, í bekknum, um það hvað vildu margir losna við hana úr bekknum!!!!! Ég varð svo reið þegar hún sagði mér þetta og ég fékk svo stóran kökk í hálsinn sem ég hef ekki enn losnað við.

Hún sagði að dóttir sín hefði verið með alveg ömurlega konu sem kennara sem væri bara að halda með bekknum. Hún var viss um að stelpan væri að segja eitthvað ljótt við krakkana og væri bara LEIÐINLEG við bekkinn sinn og ætti þetta skilið. Stelpan ældi á leið í skólann og leið best þegar hún var bara ein útí horni með húfuna niður fyrir augu, og hún talaði um það hvað hana langaði að deyja þegar hún var 9 ára….9 ÁRA LÍTIÐ BARN SEM VILDI DEYJA!!!! Hugsið ykkur hvað þetta er mannskemmadi. Það verður alltaf eitthvað ör í sál hennar og hún á aldrei eftir að gleyma þessu.

Þetta rifjaðist upp hjá mér þegar ég var sjálf í 10 ára bekk. KENNARINN SJÁLFUR fékk bekkinn allan á móti mér og sagði eitthvað um mig sem honum fannst fyndið (beint fyrir framan mig) og krakkarnir fóru að hlæja!!!!!!!
Svo var grettukeppni í bekknum, hjá þessum sama kennara og ég tók þátt…sem ég sá eftir, því þegar ég gretti mig, horfðu þau á mig með ógeðissvip, en kennarinn forðaðist að horfa..ég var bara ósýnileg fyrir honum (þetta var maður…á litlu þroskastigi)
En af hverju vann ég þá ekki þessa grettukeppni fyrst ég var svona viðbjóðsleg??? Það var einhver sem vann sem var vinsælastur í bekknum, það eina semhann gerði var að bretta upp augnlokin.

Þessi kennari er nágranni minn í dag og ef hann labbar framhjá mér lít ég ekki á hann. Hann varð seinna skólastjóri í grunnskóla bróður míns.

Ég gleymi því aldrei einn daginn að ég hafði bara ekki matarlyst, og það var alveg að líða yfir mig í tíma. Frænka mín (2 árum eldri) sá hvernig mér leið í frímínútum og bað kennarann minn um að fá að fara með mig til hjúkkunnar. Þarna hafði enginn hugmynd um að þetta væri einelti. Eftir þetta ömurlega skólaár var hann sem betur fer aldrei aftur kennari minn, heldur yndisleg ung kona sem var svo góð við mig…en auðvitað vissi enginn af þessari hegðun hann því þetta þótti óeftirtakanlegt og eðlilegt að sumir væru niðurlægðir í grunnskóla en aðrir ekki.

Man 2 atriði í viðbót með niðurlægingu frá þessum kennara. Það var eins og hann væri afbrýðsamur fyrir hönd bekkjarins að ég væri best í teikningu. Hann kom og sagði:“ég hélt að þú værir svo góð að teikna, þetta er ekki nógu falleg mynd sem þú ert að gera. Þú ert bara að verða verri en hinir í teikningu.
Svo annað, þegar við áttum að skrifa niður ljóð um ”Smaladrenginn“, þá skrifaði ég nafnið mitt í eitt hornið þegar ég var búin með verkefnið. Kennarinn sagði nafn mitt og svo smaladrengurinn….”Hokeypokey“ smaladrengurinn. Þá var hann að meina það að ég hafi ekki sett punkt á eftir nafninu mínu og að ég væri smaladrengurinn. FYNDIÐ EÐA ÞANNIG nafnið var langt frá fyrirsögninni. Það hlógu auðvitað allir að honum.
Svo ef ég leit óvart á einhvern nemendanna þá var ullað á mig eða grett sig, og ef ég leit á einn óvart þá sagði hann:”á ég að berja þig?
Þannig að ég leit oftast niður.

Hérna var ég bara að taka dæmi um það sem ekki þekktist þegar ég var í grunnskóla. Bara þegar ég heyrði kennarann minn í gær lýsa þessu, þá allt í einu fattaði ég að kennarinn og allir hafi lagt mig í einelti. Frænku minni finnst þessi leiðinlegi kennari vera skemmtilegur, þetta var uppáhaldskennarinn hennar, hann var alltaf að finna uppá skemmtilegum leikjum, en því miður fékk ég ekki að njóta þeirra leikja. Hann hefur kannski hatað mig svona mikið af því að ég var með stór uglugleraugu? Hann þekkir mig ekki í dag þegar hann sér mig á götunni, því ég hef sem betur fer breyst til hins betra og það er mátulegt á hann. Ég nefnilega beyglaði gleraugun þegar ég kom heim og kastaði þeim á gólfið. Ég vildi aldrei nota þau aftur, en nú er þetta í tísku og janfvel þeir sem hafa fullkomna sjón langar í gleraugu því það er svo gáfulegt og svo eru til svo flottar umgajrðir sem láta mann ekki líta út eins og nörd. Jón Gnarr hefur þá líka lent í slæmu einelti sem ekki þekkktist í “den”.
Rosalega er ég fegin að einelti er mikið að koma í umræðurnar, þá verður vonandi ekki til niðurlæging í framtíðinni. Fólk er strax farið að gera eitthvað í málunum og ég vildi að það hefði verið gert þegar ég var í grunnskóla.