Umræða var á klósettinu þegar ansi margir voru að ganga örna sinna í einu fyrir útiveru (það eru 3 klósett inni á baðinu)
M: “D er með tippi en ekki ég, pabbi minn er með tippi.”
Einhverjir fleiri fóru að tjá sig um að pabbar þeirra væru líka með tippi
N: “Pabbi minn er með kóng!!!”
Við vorum tvær inni með krökkunum og við þurftum að fara fram til að hlæja, þetta var svo einlægt hjá henni.
Ég var að lesa Afmælið hans Lilla (Lilli úr Brúðubílnum) og í henni er saga um tvo litla unga sem eru að byggja sér hús en svo kemur alltaf rebbi og borðar húsið þeirra (weird, ég veit). Rebbinn kallar ungana litlu bjánana í sögunni, og svo í endann þegar rebbi er hættur að stríða þeim er mynd af ungamömmu og ungunum tveim.
Ég: “Sjáiði hvað mamman er stór og þeir eru litlir.”
B: “Já, mamman er stór en bjánarnir eru litlir”
Við vorum að hlusta á Karíus og Baktus og ég var að útskýra að þeir byggju í munninum á okkur ef við værum ekki nógu dugleg að bursta.
B: “…og lúsin býr í hárinu og sveppurinn, hann býr í nöglunum”
F var á klósettinu að gera nr. 2, hann sat mjög hugsi og gerði sitt. Lítur svo allt í einu á mig alveg grafalvarlegur og segir:
“Ég vil að þú hlýðir mér. Ef að þú hlýðir mér ekki… þá máttu ekki leika við mig!!”
Ein sem er að vinna með mér (S) lánaði J stígvél í útiverunni úr aukafötunum okkar, suma krakka þarf maður þvílíkt að kjafta til til að fá þau til að fara í föt sem þau eiga ekki.
S: “Ég ætla að lána þér þessi stígvél, stelpan mín átti þau”
J:“Er hún dauð?”
Við erum alltaf að læra í gegnum leikinn. Í eitt skipti vorum við að leika með dýrin (svona plastdýr) og ég hélt á kusu og var að tala við B.
Ég: “Hver gefur okkur mjólkina??” Otaði kusunni að stráknum, hint hint.
F: “SIGGA!!!” (hópstjórinn hans, sem gefur honum auðvitað oftast mjólk í glasið sitt)
Man ekki fleiri alveg í augnablikinu
-Það er snákur í stígvélinu mínu