Hvað með að útbúa bara snjóþotu fyrir 2 úr 2 venjulegum?
bara nota bor og bora í plastið á nokkrum stöðum þannig þær séu hlið við hlið alveg alla hliðina þar til þær myndu tolla saman og strappa svo með strapböndum..
Ekkert svo klikkuð hugmynd ég hef alveg pælt í því að gera svona þegar að því kemur að vera með 2 börn með ársmillibili :)
Án þess að ég viti það nákvæmlega þá dettur mér í hug að þú gætir fengið þetta í ToysR'us. Svo selur Byko snjóþotur og örugglega Húsasmiðjan. Man ekki eftir að hafa séð tvíburaþotu neinsstaðar en myndi tékka á þessum stöðum.
Ég veit að það er eiginlega allt of seint að svara, en bara svona fyrir framtíðina …
Ég er tvíburi og örugglega fyrir tíma tvíburasnjóþota. Við áttum bara svona venjulegar snjóþotur með svona bandi og pabbi minn boraði göt aftan á hvora snjóþotu þannig að hægt væri að binda aðra aftan í hina. Ég man reyndar ekkert hvernig þetta reyndist (þar sem ég var bara smákrakki), en þetta hlýtur að hafa virkað vel því þetta voru mjög mikið notaðar snjóþotur :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..