Ég veit að það er eiginlega allt of seint að svara, en bara svona fyrir framtíðina …
Ég er tvíburi og örugglega fyrir tíma tvíburasnjóþota. Við áttum bara svona venjulegar snjóþotur með svona bandi og pabbi minn boraði göt aftan á hvora snjóþotu þannig að hægt væri að binda aðra aftan í hina. Ég man reyndar ekkert hvernig þetta reyndist (þar sem ég var bara smákrakki), en þetta hlýtur að hafa virkað vel því þetta voru mjög mikið notaðar snjóþotur :P