Var í veislu í kvöld og heyrði samræður um 7 ára strák sem er að lenda í einelti. Hann segir mömmu sinni ekki neitt, en hún heldur að hann sé að verða geðveikur…sem er ekkert skrítið, hann er niðurlægður dag eftir dag og hedlur kannski að hann eigi það skilið- eða hvað? Hvað á hann að vita og hvernig getur hann vitað að þetta sé einelti?
Það tekur mömmu hans 3 tíma að svæfa hann á kvöldin, hann fær taugakippi og vaknar oft á næturnar, pissar og kúkar í sig ofl ofl.
Nú var hann sendur til sála sem tókst að draga þetta uppúr honum með eineltið- það er búið að brjóta niður lífsgleðina hjá greyinu. Einmitt þegar maður á að eiga tækifæri á að njóta bernskunnar og vera glaður og kátur :( Þetta er svo sorglegt.
Mamman vill ekki hringja í mömmu þess sem leggur hann í einelti heldur ætlar hún að láta skólastjórann og kennarann passa uppá þetta.