Nýbúin að eignast barn og orðin ólétt aftur, svona gengur lífið maður tekur afleiðingunum eins og þær gerast og ekki við því snúið.

Ég var að blæðingum í ágúst sl. og ekkert bólaði á þeim og engin einkenni eða neitt bara eins og einhver seinkun, ég hélt það tengdist eftir fæðingu blæðingar þar sem þetta var annar tíðarhringurinn þá hélt ég að þetta væri eðlilegt og velti mér ekkert upp úr því.

Ég heimsæki vinkonu mömmu mjög oft þar sem við búum í sama bæjafélagi og ég leigi einnig íbúð af henni, hún á sjálf 4 stráka og grunaði það að ég væri barnshafandi eftir að ég hafi sagt henni að ég væri ekki byrjuð á blæðingum, ég tók ekkert sénsinn á því að það væri rétt, fyrr en ég fór að velta því fyrir mér eina nóttina þar sem það fór að blæða hjá mér og hún væri staðfest á því að ég væri með barni.

Ég reyni nú að vera róleg fram til morguns og fæ vini til að fara með mig á spítalann í skoðun þann 4 nóvember 2008, þar kemur í ljós að þarna er 10-11 vikna fóstur með flottann hjartslátt og 39 milli metrar að stærð, ég fékk nett áfall en tók þessu eins og manneskja.

Ég fékk 3 myndir af fóstrinu.

Ég fann ekki nein einkenni fyrr en í lok vikunnar eftir að ég fór í skoðun, þá fór að koma smá ógleði en ekkert yfirdrifin, svo fór brjóstaspennan að koma og er hún ekkert sérlega þæginleg, ég ældi í 3 skipti eftir þessa skoðun fram að 12 viku.

Er þá komin 12-13 vikur núna, skráð inn í kringum 31 maí.